Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Eðlilegt í notkun

Símtól og hleðslutæki

Þráðlaust Bluetooth® símtól er frábært samskiptatækiEndurómun, rafbylgjusuð og óhagræði getur slitið símtöl hjá flestum heyrnartækjanotendum hvort sem þeir tala í fastlínu- eða farsíma. ReSound Azure er fyrsta heyrnartækið sem leysir þennan vanda með þráðlausu símtóli*, það gengur bæði með fastlínu- og farsímum ef þeir styðjast við Bluetooth-tækni. Hafa má símtólið á heyrnartækinu eða smella því á þegar síminn hringir.

*Er aðeins til fyrir gerðina mini BTE (AZ60).

Heyrnartækið er hlaðið um leið og notandinn

Hönnuðir hjá ReSound telja að það eigi að vera einfalt að nota heyrnartæki. Þess vegna voru þeir fyrstir að kynna hlaðanleg heyrnartæki. ReSound Azure byggir á þeim grunni og hefur þróað nýja gerð af hleðslutækjum, svo að notandi ReSound Azure hafi minni áhyggjur af að meðhöndla örsmáar rafhlöður. Það eina, sem notandinn þarf að gera, er að setja heyrnartækin í hleðslutækið að kvöldi og þá eru þau fullhlaðin að morgni. Hleðslutækið getur hlaðið samtímis tvö heyrnartæki og tvær aukarafhlöðum. Hver hleðsla dugar í um 28 tíma notkun. Að sjálfsögðu er einnig hægt að nota venjulegar einnota rafhlöður í ReSound Azure heyrnartæki.

Verð á hleðslutæki fyrir AZURE-heyrnartæki ásamt tveimur hleðslurafhlöðum:
kr: 12.740-

Hleðslutækið er fyrir gerðina mini BTE (AZ60).

Leiðbeiningr um notkun hleðslutækis

Ef þú hefur áhuga á að fræðast nánar um ReSound AZURE þá er ýtarlega umfjöllun að finna hjá GN ReSound.
Athugaðu að velja má nokkur tungumál en því miður er ekki boðið upp á íslensku enn þá.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast nánar um ReSound Pulse þá er ýtarlega umfjöllun að finna hjá GN ReSound á: http://www.resoundazure.dk/index/intro.htm.
Athugaðu að velja má nokkur tungumál en því miður er ekki boðið upp á íslensku enn þá.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is