Heyrn Hlíðasmára 11 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Eðlileg stefnuvirkni, þrívíddarhljóðgæði

Heldur uppi samræðum og vaktar einnig umhverfið

Flest háþróuð stefnuvirk heyrnartæki bæta talgreiningu á þann hátt að næmni þeirra er miðað á viðmælanda fyrir framan þann sem er með heyrnartækið en við það missir hann oft af hljóðum sem berast úr öðrum áttum. Notandinn fær þá á tilfinninguna að hann missi af því sem gerist til hliðar og fyrir aftan hann.

Sá sem notar ReSound Azure fær ekki þessa tilfinningu. ReSound Azure er fyrsta heyrnartækið sem tryggir að notandinn fái full not af háþróaðri stefnuvirkni án þess að missa af því sem gerist í kring um hann, hann skynjar þrívíddarhljóðgæði. Þessi endurbót er tryggð með nýjung sem nefnd er eðlileg stefnuvirkni. Eðlileg stefnuvirkni byggir á niðurstöðu fjölþættra rannsókna á því hvernig mannsheilinn vinnur úr hljóðum sem eyrun nema. Heilinn heldur vöku sinni yfir hljóðum sem berast úr öllum áttum. Azure heyrnatækin nýta þá staðreynd að heilinn hefur óviðjafnanlega hæfileika til að nema og raða um leið í forgang hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er með því að nota annað eyrað til að halda uppi samræðum meðan hitt er á vakt eftir öllum hljóðum.

Þessi grundvallarskilningur liggur að baki úrvinnslu sem AventaTM hugbúnaðurinn gerir. Með Aventa vinnur hvert tæki sem víðnema par, það nemur mismunandi hljóð þannig að notandinn greini þau og geti sett þau í forgang á eðlilegan hátt. Heyrn og athygli notandans ræður því hvort hann hlustar eftir hljóði sem berst úr óvæntri átt eða leiðir það hjá sér.

Með hjálp eðlilegrar stefnuvirkni getur notandinn valið hvaða hljóð hann setur í forgang á grundvelli hans raunverulegu, meðvituðu heyrnar, hann heldur um leið góðri talgreiningu með hinni hefðbundnu stefnuvirkni. Með öðrum orðum þá geturðu haldið uppi samræðum með fullri athygli við viðmælanda fyrir framan þig án þess að missa tilfinningu fyrir því sem gerist umhverfis þig. Þú getur haldið uppi samræðum við marga viðmælendur sem eru allt í kring um þig.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast nánar um ReSound AZURE þá er ýtarlega umfjöllun að finna hjá GN ReSound.
Athugaðu að velja má nokkur tungumál en því miður er ekki boðið upp á íslensku enn þá.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast nánar um ReSound Pulse þá er ýtarlega umfjöllun að finna hjá GN ReSound á: http://www.resoundazure.dk/index/intro.htm.
Athugaðu að velja má nokkur tungumál en því miður er ekki boðið upp á íslensku enn þá.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, fax: 534 9620, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, fax: 534 9620, netfang: heyrn@heyrn.is