Heyrn Hlíðasmára 11 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Algengustu gerðir tækja

Infelld, opin tækni (Invisible Open Technology, IOT)

Tæki af staðalgerð gengur inn í hlustina og hljóðnemi fer í krikann fyrir ofan hana. Hljóðneminn er í skjóli og nýtir lögun eyrans við að fanga hljóðið.
Það loftar með tækinu í hlustinni þannig að sá sem er með það finnur varla fyrir því.

Lítið tæki bak við eyra (BTE)

Opin tenging við hlust með grannri hljóðslöngu eða hátalarasnúru.
Í eyranu er hátalari, hljóðkeila eða plúskeila.
Flestir, sem ekki eru með mjög alvarlega heyrnarskerðingu, velja opna tengingu. Sjá nánar tengil hér til hægri.

Krafttæki bak við eyra

Tenging við eyra með hljóðslöngu í hlustarstykki sem lokar hlustinni. Tæki sem tengd eru á þennan hátt eru mjög fjölhæf og öflug.

Tæki inni í eyra (ITE)

Tækin sitja í hlustinni og fylla út í hana þannig að það loftar ekki um hlustina. Flestir völdu tæki inni í eyra þar til opna tengingin kom á markað sem flestir velja nú. Með tæki inni í eyra losnar notandinn við tenginguna á milli hlustar og tækis sem sumum finnst erfitt að koma fyrir. Einnig er tæki inni í eyra lítið áberandi.

Tæki inni í eyra eru sérsmíðuð eftir afsteypu úr hlustinni og verða að passa vel. Þau eru í meira raka en tæki aftan við eyra og bila þess vegna oftar. Ef senda þarf tæki í viðgerð getur notandi ekki fengið annað lánað á meðan þar sem um sérsmíði er að ræða.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast nánar um ReSound AZURE þá er ýtarlega umfjöllun að finna hjá GN ReSound.
Athugaðu að velja má nokkur tungumál en því miður er ekki boðið upp á íslensku enn þá.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, fax: 534 9620, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, fax: 534 9620, netfang: heyrn@heyrn.is