Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Noizezz-heyrnarsíur

Ný gerð af hollenskum gæðaheyrnarsíum

Leitar þú að heyrnarvernd sem er þægileg, lítið áberandi og ver heyrnina án þess að allt hljómi eins og maður sé inni í tómri tunnu? Noizezz er ný gerð af heyrnarsíum. Þær eru þægilegar og mörgum kemur á óvart hversu þær virka ótrúlega vel.

Mjög lítið áberandi

Noizezz heyrnarsíurnar eru hannaðar þannig að þær sjást varla. Þær eru gerðar úr gegnsæju silíkoni sem ber mjög lítið á og eru hannaðar samkvæmt einkaleyfi. Þar sem þær standa ekkert út úr hlustinni má nota þær með öðrum tækjum svo sem heyrnartólum, gleraugum og hjálmi án vandræða. Þar sem þær eru inni í hlustinni kemur það í veg fyrir að eitthvað rekist í síurnar þannig að þær gangi inn í eyrun. Noizezz heyrnarsíur eru rétt val fyrir þá sem vilja verja heyrnina án þess að það sé áberandi.

Passa örugglega

Í hverri pakkningu af Noizezz eru fjórar stærðir, S, M, L og XL af silíkon hlustarstykkjum. Þannig að ein stærðin passar örugglega sem minnkar hættuna á að skaðlegt hljóð geti borist meðfram hlustarstykkinu. Það er vel þekkt að hlustarstykki sem passa ekki vel orsaka heyrnarskaða bæði í vinnu og í frítíma. Hin sérstaka lögun Noizezz er það næsta sem kemst sérsmíðuðum hlustarstykkjum sem eru gerð eftir afsteypu úr hlustinni.

Þægilegar

Noizezz heyrnarsía er þannig löguð að hún situr þægilega í hlustinni. Á hlustarstykkinu eru þrjú mjúk sveigjanleg blöð gerð úr ofnæmisprófuðu silíkoni sem falla að lögun hlustarinnar og mynda þrefalda vörn gegn skaðlegum hljóðum. Síurnar loka ekki eyrunum því það loftar í gegnum þær og þær virka ekki eins og að tappar séu í eyrunum. Noizezz heyrnarsíur með sína einstöku aðlögun eru svo þægilegar að flestir gleyma þeim fljótlega eftir að þær eru settar upp.

Gæðaframleiðsla

Noizezz er hollensk gæðaframleiðsla og árangur margra ára rannsókna helstu sérfræðinga á þessu sviði. Í þeim er einkaleyfisvarið síukerfi sem dregur úr skaðlegum hljóðum en hleypir tali í gegn þannig að halda má uppi samræðum með síurnar í eyrunum. Noizezz eru vandaðar og sterkar þannig að það má nota þær aftur og aftur í mörg ár. Einnig eru þær umhverfisvænar, ofnæmisprófaðar og CE-vottaðar. Þegar ákveðin stærð af hlustarstykki hefur verið notað í töluverðan tíma er mælt með að hinar stærðirnar séu prófaðar á ný því hlustir breytast með tímanum, þannig er komið í veg fyrir skaðlegan leka meðfram hlustarstykki sem tryggir að heyrnin sé sem best varin.

Einfalt að hafa á sér

Með Noizezz fylgir létt, sterk málmaskja sem heyrnarsíurnar eru settar í þegar þær eru ekki í notkun, askjan ver þær einnig fyrir óhreinindum. Þvermál öskjunnar er 41 mm og hún vegur 12 g þannig að hún fer vel í vasa eða handtösku.

Í hverri pakkningu eru síur, fjórar stærðir hlustarstykkja S, M, L og XL og askja.
Sjá nánar á heimasíðu NOIZEZZ.

Verð

Noizezz heyrnarsíur kosta 6.800- kr.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is