Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Fréttir

18. apríl

Ellisif ritar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni:
Heyrirðu ekki lengur fuglana syngja? Sjá greinina>>

4. mars

Í gær hélt félagið Heyrnarhjálp veglega ráðstefnu um stöðu heyrnarskertra í þjóðfélaginu. Heyrn tók þátt í ráðstefnunni með sýningu á tækjum fyrir heyrnarskerta og einnig flutti Ellisif Katrín fyrirlestur um áhrif heyrnarskerðingar á vinnumarkaðinn. Fyrirlesturinn var byggður á danskri rannsókn sem Vibeke Christensen gerði. Skýrsla Vibeke Christensen
Fyrirlesturinn á ppt-formi
25. nóvember

Nefna má nokkrar ástæður fyrir því að hleðslutækin eru vinsæl.

Einfalt, gott fyrir umhverfið og sparnaður

Þeir sem vilja hafa hlutina einfalda og eru þreyttir á að handleika örsmára rafhlöður finna hversu einfalt það er að stinga heyrnartækjunum í hleðslutækið að kvöldi og þá eru þau fullhlaðin að morgni. Það sparast einnig allt að hundrað einnota rafhlöður á ári.

Heyrnartækin losna við raka

Þegar heyrnartæki er í hleðslutæki volgnar það og þornar og losnar við allan raka, þess vegna hafa heyrnartækin mjög gott af því að hlaðast í hleðslutæki.

Jöfn mögnun

Við notkun halda nikkelmálmhýdríð hleðslurafhlöður jafnri spennu og þar með breytist mögnun heyrnartækjanna ekki en það gerist þegar spenna einnota rafhlaðna fellur við notkun.

Hleðslurafhlöður eru mjög vandaðar

Nikkelmálmhýdríð (NiMH) hleðslurafhlöður eru vandaðar og tryggilega lokaðar, úr þeim á ekki að geta lekið vökvi. Úr einnota rafhlöðum getur lekið sýra, sérstaklega ef þær eru í miklum raka eða verða fyrir snöggri breytingu á loftþrýstingi svo sem í flugvél. Tæknimenn ReSound segja að algengasta bilun heyrnartækja stafi af leka einnota rafhlaðna sem valdi útfellingum og sambandsleysi þannig að heyrnartækið þagni. Hleðslurafhlöður eiga ekki að valda þannig bilunum. Sjá leiðarvísi við hleðslutæki.

Sjá um símtól>>

30. september

Fræðileg málstofa um heyrn (The scientific seminar about hearing)

Heyrnarfræðingar þurfa sífellt að fylgjast með nýjungum og rannsóknum til að geta sinnt starfi sínu sem best.
Ellisif K. Björnsdóttir tók þátt í norrænni málstofa um heyrnarfræði (nordic audiology college) sem fram fór í Nynäshamn í Svíþjóð dagana 27. og 28. september 2007. Þema málstofunnar var „Hinir heyrnarskertu“ (the hearing impaired person) og þátttakendur voru frá öllum norðurlöndunum og fyrirlesarar víðs vegar að úr heiminum.

Fundarstaður var ráðstefnhótelið Utsikten meetings i Nynäshamn www.utsiktenmeetings.se
Sjá myndir
Fyrirlesarar voru:

8. september

Grein í Morgunblaðinu eftir Ellisif Katrínu um áhrif heyrnarskerðingar á tengls fólks við vinnumarkaðinn.
Sjá greinina ásamt heimildum (PDF-skjal) >>

6. september

Opnunarhóf Heyrnar var í dag

Fulltrúar frá ReSound mættu og voru mjög ánægðir með aðstöðuna hjá okkur og einnig hversu vel Íslendingar taka heyrnartækjum sem eru búin nýjustu tækni.
Við erum mjög þakklát fyrir góða mætingu og hlýhug fagfólks, vina og viðskiptavina.
Sjá myndir >>

27. ágúst

Þökkum góðar viðtökur á Selfossi

Núna í ágúst fórum við nokkrar ferðir á Selfoss og vorum þá til húsa í Grænumörk 5. Móttökurnar voru góðar og munum við í framtíðinni verða reglulega á ferðinni og þjónusta Sunnlendinga.
Þeim, sem hafa áhuga á að hitta okkur í næstu ferð, er bent á tímapantanir í síma 534-9600. Þeir, sem eiga pantaðan tíma, ganga fyrir.
Einnig aðstoðum við heyrnartækjanotendur með viðhald á tækjum s.s. skipti á slöngum og síum og einnig hreinsun.

1. ágúst

Ný tækni

Heyrnarhermir, skilningur á heyrnarskerðingu

Til þess að hjálpa aðstandendum að setja sig i spor heyrnarskerts hefur Heyrn tekið í notkun hermi þar sem heyrnarskerðing viðkomandi er spiluð fyrir aðstandendur. Það er óneitanlega betur til þess fallið að auka skilning manna á heyrnarskerðingu að upplifa hana með þessum hætti heldur en að sjá línurit á tölvuskjá með oft torskildum táknum fyrir leikmenn. Með þessu öðlast heyrnarskertir einstaklingar meiri skilning aðstandenda og öll samskipti verða auðveldari fyrir vikið.

1. júlí

Heyrn var opnuð 1. júní 2007 og fékk strax mjög góðar viðtökur sem við þökkum kærlega.

Vinsælasta heyrnartækið reynist vera ReSound Pulse. Það hentar þeim sem heyra illa efri hluta tíðnisviðs talmáls. Þannig heyrnartap er í flestum tilvikum af völdum hávaða eða öldrunar. Pulse tækið er einfalt í notkun, er tengt með opinni tengingu með hátalara inni í hlust, hefur vindvörn, gefur frábæra mögnun, safnar gögnum um hljóðumhverfi notandans og hönnun þess er einstök. Pulse er fyrsta heyrnartækið með hlaðanlegum rafhlöðum svo ekki þarf að skipta um rafhlöður í því nema í mesta lagi tvisvar á ári.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is