Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Ánægðir viðskiptavinir

Ánægður heyrnartækjanotandi kom færandi
hendi með gullfallega muni, skál og kertastjaka
sem hann renndi úr gullregni sem óx í
garðinum hans á Akureyri. (des.2018)


Ragnar Sigurðsson kom og gaf Ellisif
fallegt hálsmen, sem hann smíðaði,
úr íslenskum steini. (22.6.2017)Davíð Art Sigurðsson kom færandi hendi
og gaf okkur fallegt málverk sem við þökkum
honum kærlega fyrir, 13. 12. 2016.

Jón Hólmgeirsson, gaf okkur
þessar fallegu rósir, 5. 6. 2015.

Starfsfólk Heyrnar er mjög þakklátt fyrir góða viðskiptavini því samkvæmt gæðakönnun eru langflestir ánægðir með þjónustuna og heyrnartækin. Skemmtilegar athugasemdir.

Gæðakönnun á þjónustu Heyrnar og virkni heyrnartækja

Þeir, sem eru með heyrnartæki frá Heyrn, eru beðnir að taka þátt í gæðakönnun þegar þeir hafa verið með tækin í eitt ár. Hver viðskiptavinur fær sendan lista með 17 spurningum til að krossa við mismunandi kosti og er síðan beðinn að senda listann til baka án þess að merkja hann þannig að svörin séu ekki rekjanleg til einstaklings.
Um 55% hafa svarað könnunni sem telst mjög gott.
Langflestir eða um 90% svarenda eru ánægðir með þjónustuna og heyrnartækin og nær enginn er óánægður.Dæmi um spurningar og svör

Hér fyrir neðan eru nokkrar spurningar úr könnuninni og súlurit sem sýna hvernig svörin voru.Þegar á heildina er litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með faglega ráðgjöf Heyrnar?

Þegar á heildina er litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þá þjónustu sem þú fékkst þegar þú prófaðir tækin?

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þá breytingu sem varð á heyrn þinni eftir að þú fékkst heyrnartækin?

Hversu líklegt er að þú munir mæla með Heyrn við aðra sem þurfa á heyrnartækjum að halda?

Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með hvernig heyrnartækin virka?

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is