Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Heimsókn til ReSound og Bellman í Gautaborg og heyrnarvernd

Um mánaðarmótin júlí ágúst 2009 fóru Ellisif og Gísli í heimsókn til ReSound og Bellman í Gautaborg sem framleiða tæki fyrir heyrnarskerta. Þeim var vel tekið og þau fengu upplýsingar um nýjustu framleiðslu fyrirtækjanna.

Svíar eru vel meðvitaðir um mikilvægi forvarna til að hlífa heyrninni og í gangi er stöðug fræðsla frá háskólamenntuðu fagfólki svo almenningur veit hversu mikilvægt er að nota heyrnarsíur og aðrar hlífar fyrir heyrnina. Allir heyrnarfræðingar sem starfa í Svíþjóð eru háskólamenntaði.
Í Gautaborg var rokkhljómsveitin U2 með hljómleika. Fyrir hljómleikana á meðan hinir 60.000 hljómleikagestir voru að streyma til Ullevi Stadium var á hverju götuhorni í nágrenni við leikfanginn fólk að selja heyrnarsíur sem margir notfærðu sér.


Ellisif var vel tekið hjá ReSound í Gautaborg.
Á myndini eru Ulrica Fransson Säljchef hörapparater, Ove Sandin VD GN ReSound AB og Ellisif.


Bellman och synfon eru með höfuðstöðvar sínar í Gautaborg.
Fredrik Ahlström Vice Koncernchef, Bellman & Symfon AB VD, tók vel á móti Ellisif og hafði margt að sýna og fræða um.


Þessa mynd tók Ellisif að kvöldi U2 tónleika í Gautaborg. Þar er fólk meðvitað um hversu vel heyrnarsíur virka á stórum tónleikum þar sem erfitt er að passa að hljóðstyrkur fari ekki yfir hættumörk. Einfalt er að nota heyrnarsíur og með því móti njóta betur tónleika þar sem eru um 60.000 manns samankomnir.