Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Hljóðheimurinn

Hljóðheimurinn er sí- og margbreytilegur. Sumir eru oftast í kyrrlátu hljóðumhverfi meðan aðrir eru í erilsömu og flóknu.

Lífsstíll og hljóðumhverfi hafa áhrif á hvaða heyrnartæki er hentugast að velja fyrir hvern og einn. Sá sem áttar sig á í hverskonar hljóðumhverfi hann hrærist og hvaða kröfur hann gerir á auðveldar með að velja sér, með aðstoð heyrnarfræðings, heyrnartæki sem henta.

Kyrrlátt hljóðumhverfi


Í kyrrlátu hljóðumhverfi eru mjög góð heyrnarskilyrði s.s. við:

 • vinnu heima,
 • að horfa á sjónvarp,
 • tveggja manna tal,
 • að spila á spil.

Öll ReSound heyrnartækin, sem í boði eru hjá Heyrn, henta fyrir mjög góð heyrnarskilyrði en gerðir 5 og 4 nægja í flestum tilvikum.

Hóflegt hljóðumhverfi


Í hóflegu hljóðumhverfi eru góð heyrnarskilyrði s.s.:

 • í vinnu og við tómstundir utandyra,
 • á fámennum fundum,
 • í verslunum og opinberum stöðum,
 • á samkomum.

Margar gerðir heyrnartækja henta fyrir hóflegt hljóðumhverfi en gerð 7 nægir flestum.

Krefjandi hljóðumhverfi


Í krefjandi hljóðumhverfi eru léleg heyrnarskilyrði s.s.:

 • á þéttsetnum veitingastað,
 • á fjölmennum fundum,
 • á tónleikum og í leikhúsum,
 • á ferðalögum í margmenni,
 • við kennslu í líflegum bekk.

Háþróuð heyrnartæki með öfluga kringnæma virkni, eins og af gerð 9, þarf til að ráða við léleg heyrnarskilyrði sem eru algeng við mjög virkan lífsstíl.

Sjá einnig heyrnartæki og lífsstíll

Allar tegundir af ReSound 9 henta fyrir krefjandi hljóðumhverfi

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is