Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Hvað er heyrnartæki?

Í stuttu máli sagt þá er heyrnartæki háþróaður hljóðmagnari. Hljóðnemi í tækinu nemur hljóð og breytir því í rafmerki sem eru mögnuð og sniðin til og síðan breytt í hljóð á ný.

En í raun er heyrnartækið töluvert þróaðra. Tækið á ekki að magna allar gerðir hljóðs jafnmikið. Heyrnarskerðing er eins margbreytileg og fingraför manna. Sumir heyra háa tóna illa en aðrir heyra lága tóna illa. Auk þess verkar hljóðstyrkur mismunandi á hvern einstakling. Þess vegna verður heyrnartækið að geta komið til móts við þörf fyrir mismunandi mögnun.

Öll nútímaheyrnartæki byggja á stafrænni tækni sem þýðir að unnt er að sníða í tölvuforriti hljóðmögnun þeirra að þörfum hvers og eins. Í forritið eru settar upplýsingar úr heyrnarmælingu sem hjálpar heyrnarfræðingnum að stilla m.a. mögnun og styrk í samræmi við sérstakar þarfir notandans.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is