Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Hversu virk eru heyrnartæki?

Það fer eftir heyrnartækinu hvert svarið er. Almennt má fullyrða að tæki, sem fellur að heyrn notandans og er notað rétt, getur hjálpað þeim sem er með algenga gerð heyrnarskerðingar til að heyra hljóð sem hann heyrði annars ekki.

Bæði er um að ræða hljóð talmáls sem gerir okkur kleift að skilja það og einnig öll önnur hljóð sem eru hluti af því að bæta okkar lífsgæði.

Heyrnartæki eru margbreytileg bæði hvað varðar hönnun og innri gerð. Nútíma tæki má stilla þannig að þau magni hinar ýmsu tíðnir hljóðs mismunandi mikið svo mögnunin falli að heyrnarskerðingu notandans.

Heyrnartæki geta einnig dempað hávær hljóð. Helsti mismunur heyrnartækja er hvernig hljóðmerki eru meðhöndluð í rafeindarásum þeirra. Þannig eru heyrnartæki sérhæfð fyrir ákveðnar gerðir heyrnataps en það atriði getur haft mikil áhrif á hversu vel tekst til með hljóðgæði tækisins.

Það er mikilvægt að þú hafir raunhæfar væntingar til heyrnartækja. Heyrnartæki hjálpa mikið en þau geta ekki endurskapað að fullu eðlilega heyrn. Að njóta heyrnartækja er hluti af ferli sem felur einnig í sér leiðbeiningar og ráð frá heyrnarfræðingnum þínum en hann mun einnig stilla tækin í samræmi við mælingar sem hann gerir.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is