Heyrn Hlíðasmára 11 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Leiðarvísir með hleðslutæki fyrir ReSound AZURE og Plus5

 
Til hamingju með nýja ReSound hleðslutækið fyrir heyrnartækin þín. Þessar leiðbeiningar geta hjálpað þér til að nýta hleðslutækið á sem bestan hátt. Vonandi nýtur þú þess að nota hleðslutækið!

Efnisyfirlit

Hleðslutækið

 1. Heyrnatækjagróp
 2. Merkjaljós fyrir heyrnartækin
 3. Hnappur til að losa heyrnartækin
 4. Geymsla fyrir aukarafhlöður
 5. Merkjaljós fyrir aukarafhlöður
 6. Spennubreytir og snúra
 7. Lyklakippuslíður fyrir aukarafhlöður

Eingöngu má hlaða hleðslurafhlöður

Vinsamlegast athugið að hleðslutækið er aðeins gert fyrir nikkelmálmhýdríð hleðslurafhlöðurnar sem fylgdu með hleðslutækinu eða eru sem vararafhlöður. Notaðu aðeins ReSound merktar hleðslurafhlöður til að tryggja að þær henti heyrnartækinu.

Mikilvægt!

Einnota sinkloftrafhlöður fyrir heyrnartæki er ekki hægt að hlaða!
Ef reynt er að hlaða sinkloftrafhlöðu í heyrnartæki eða í aukarafhlöðugeymslu þá blikkar tilsvarandi rautt merkjaljós og rafhlaðan hleðst ekki. Ef sinkloftrafhlaðan er ekki alveg tóm líður smátími þar til rauða ljósið fer að blikka.

Uppsetning

Tengdu snúruna frá spennubreytinum við hleðslutækið. Settu síðan í samband við venjulegan tengil.

Þú getur einnig tengt hleðslutækið með USB-snúru (sem fylgir ekki með) við PC tölvu og hlaðið ReSound heyrnartækið á þann hátt.

Heyrnartæki hlaðið

Með hleðslutækinu má hlaða hleðslurafhlöður sem eru í ReSound heyrnartækjum. Á hleðslutækinu eru tvö gróp fyrir heyrnartæki. Í hvort gróp má setja hvort sem er hægra eða vinstra heyrnartæki og heyrnartækin í báðum grópum hlaðast samtímis.

Athugaðu!

Ráðlagt er að hafa hlustarstykki og hljóðslöngu á heyrnartækinu þegar það er í hleðslutækinu þá ruglast ekki hægra og vinstra tæki þegar þau eru tekin úr

Að hlaða heyrnartækin þín

 1. Tengdu hleðslutækið við raftengil.
 2. Vertu viss um að rafhlöðuhurðin á heyrnartækinu sé lokuð.
 3. Snúðu heyrnartækinu þannig að hlustarstykki vísi niður. Haltu um heyrnartækið en ekki um slönguna til að komast hjá því að beygja hana.

 4. Heyrnartæki er stungið í gróp hleðslutækis, niður á við í boga, með rafhlöðuhurðina á undan, sjá mynd 1. Renndu heyrnartækinu í með jöfnum krafti þar til fyrirstaða finnst þá heyrist smellur, sjá mynd 2. Smellurinn heyrist þegar rafhlöðuhurðin opnast og að heyrnartækið sé komið í hleðslu.
 5. Ef skref 4 mistókst losaðu þá heyrnartækið úr með því að þrýsta á losunarhnappinn, lokaðu rafhlöðuhurðinni og endurtaktu 4. skref.
 6. Við hleðslu logar blátt ljós við hvort heyrnartæki sem sýna að þau hlaðist bæði rétt sjá mynd 3.
 7. Þegar heyrnartæki er fullhlaðið breytir ljósið um lit og verður grænt, sjá mynd 3.
 8. Heyrnartækin eru losuð úr hleðslutækinu með því að þrýst er á losunarhnappinn, sjá mynd 4. Þú mátt ekki draga heyrnartækið úr því það getur skemmt tækið.
 9. Rafhlöðuhurðin er opin þegar heyrnartækið er tekið úr hleðslutækinu. Lokaðu rafhlöðuhurðinni þannig að kvikni á tækinu áður en þú setur það á þig.

Það liggur beinast við að hlaða heyrnartækin yfir nótt þar sem það tekur í mesta lagi 7 stundir að fullhlaða þau. Heyrnartækin mega vera í hleðslutækinu eins lengi og þurfa þykir án þess að þau skemmist, þau eru þá fullhlaðin og tilbúin til notkunar. Miðað við fulla notkun heyrnartækja eiga hleðslurafhlöður að duga í um það bil eitt ár.

Mikilvægt!

Athugaðu að við hleðslu heyrnartækis lýsir blátt ljós. Ef ekkert ljós lýsir getur verið að heyrnartækið sé ekki rétt sett í grópið.

Að hlaða aukarafhlöður

Hlaða má eina eða tvær aukarafhlöður í sprotanum sem gengur inn í hlið hleðslutækis.

 1. Taktu rafhlöðusprotann úr hleðslutækinu.
 2. Settu eina eða tvær hleðslurafhlöður í sprotann. Vertu viss um að rafhlöður snúi rétt í sprotanum, „+“ á rafhlöðum á að snúa eins og „+“ á sprota.
 3. Stingdu sprotanum inn í hleðslutækið.
 4. Meðan rafhlöður hlaðast loga eitt eða tvö blá ljós eftir því hvort ein eða tvær rafhlöður eru í hleðslu.
 5. Þegar rafhlaða er fullhlaðin breytir ljósið við hana um lit og verður grænt.
 6. Rafhlöður eru teknar úr með því að draga sprotann úr hleðslutækinu.
 7. Mælt er með því að þú setjir sprotann með aukarafhlöðum í lyklakippuslíðrið þegar þú þarft að taka með þér aukarafhlöður.

Athugaðu!

Rafhlöðusproti er bæði í hleðslutækinu og lyklakippuslíðrinu sem gerir mögulegt að bera á sér aukarafhlöður á meðan aðrar eru í hleðslu. Það tekur í mesta lagi 8½ stund að fullhlaða tóma rafhlöðu og ef hún er hlaðin að hluta styttist tíminn í samræmis við það. Fullhlaðin rafhlaða heldur hleðslu í nokkra mánuði. Rafhlöður, sem eru í hleðslutækinu, eru fullhlaðnar eins lengi og þær eru þar. Geyma má rafhlöður í hleðslutækinu eins lengi og hver vill án þess að þær skemmist.

Merking ljósa á hleðslutæki

Þegar merkjaljós sýnir:    Merkir það að
stöðugt blátt ljós rafhlaða er að hlaðast
stöðugt grænt ljós hleðslu er lokið
blikkandi rautt ljós eitthvað er rangt

Dagleg umhirða

Þú mátt þurrka af hleðslutækinu með rökum klút. Ef þörf krefur má sápuvatn vera í klútnum. Mundu að vinda klútinn vel áður en þú þurrkar hleðslutækið með honum.

Varúðarráðstafanir og varnaðarorð

Notaðu hleðslutækið aðeins innandyra þar sem þurrt er.

 1. Hönnun hleðslutækisins er miðuð við að það sé notað innandyra í þurru umhverfi sem þýðir m.a. að þú mátt ekki hafa það í baðherbergi.
 2. Hleðslutækið hleður rafhlöður ef hiti þess er á milli 0°C til 40°C. Láttu sól ekki skína á hleðslutækið, við það getur hiti hæglega farið yfir 40°C. Við hita undir 0°C eða yfir 40°C hlaðast rafhlöður ekki og bláa ljósið lýsir ekki en þegar hiti breytist yfir á vinnsluhita byrjar tækið að hlaða og bláa ljósið að lýsa.

Notaðu réttan spennubreyti

 1. Aðeins má nota spennubreytinn sem fylgir hleðslutækinu. Ef þú ferðast til landa þar sem klóin á spenninum passar ekki í tengla nægir venjulega að nota millistykki. Spennubreytirinn vinnur á breiðu spennubili eða frá 100 til 240 V AC. Athugaðu spennuna áður en þú tengir!
 2. Þú getur tengt hleðslutækið með staðal USB snúru við PC tölvu og hlaðið ReSound heyrnartækin þín þannig. USB snúra fylgir ekki með.

Tæknilegar upplýsingar og merkingar

Inngangur að spennubreyti: 100-240 Vac / 50-60 Hz / 80 mA
Hleðslustraumur: Hámark 18 mA
Hleðsluspenna: Hámark 1.7 V
Hleðslutími:
Í heyrnartækjagrópi hámark 7 tímar.
Í rafhlöðusprota fyrir hámark 8½ tímar.
Vinnsluhiti
0 - 40°C
Vinnslurakastig
undir 95%

Leiðbeiningar ef eitthvað bjátar á

Lýsing Orsök Möguleg úrbót
Ekkert heyrist í heyrnartækinu
 1. Ekki kveikt á tækinu
 2. Tóm rafhlaða
 3. Tóm hleðslurafhlaða
 4. Rafhlað ekki rétt sett í
 5. Stífluð hljóðslanga
 6. Stífluð hljóðnemasía
 1. Kveiktu
 2. Skiptu um rafhlöðu
 3. Hladdu rafhlöðuna
 4. Settu rafhlöðu rétt í
 5. Hreinsaðu hljóðslöngu
 6. Hafðu samband við
  heyrnarþjónustuna þína
Ekkert merkjaljós lýsir
 1. Hleðslutækið er ekki í sambandi
 2. Rafhlöðuhurðin hefur ekki opnast nægilega vel
 3. Það er ekki rafhlaða í tækinu
 1. Settu í samband
 2. Taktu heyrnartækið úr hleðslutækinu. Lokaðu rafhlöðuhurðinni ef hún er opin og settu heyrnartækið aftur í hleðslutækið
 3. Settu hleðslurafhlöðu í heyrnartækið
Rautt merkjaljós blikkar
 1. Einnota sinkloftrafhlaða er í heyrnartækinu
 2. Hleðslurafhlaðan er ónýt
 1. Settu hleðslurafhlöðu í tækið
 2. Settu nýja hleðslurafhlöðu í tækið

Ef kemur upp vandamál, sem ekki er nefnt í listanum, hafðu þá vinsamlegast samband við heyrnarþjónustuna þína.
Aðalstöðvar

 • GN ReSound A/S
 • Lautrupbjerg 9 • P.O. Box 130
 • DK-2750 Ballerup, Denmark
 • Tel.: +45 45 75 11 11
 • Fax: +45 45 75 11 19
 • www.gnresound-group.com

Þjónusta á Íslandi

 • Heyrn ehf
 • Hlíðasmára 11
 • 201 Kópavogur
 • Sími: 534 9600
 • Fax: 534 9620
 • Netfang: heyrn@heyrn.is
 • www.heyrn.is
CE Öllum spurningum varðandi læknisfræðilegar reglur EU 93/94EEC á að beina til GN ReSound A/S.
EU tilskipun: EMC 2004/108/EU; lágspenna 73/23/EEC


Hleðslutækið er rafeindatæki sem má ekki henda með heimilissorpi. Þú getur fengið upplýsingar hjá heyrnarþjónustunni þinni um förgun eða endurvinnslu hleðslutækja.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, fax: 534 9620, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, fax: 534 9620, netfang: heyrn@heyrn.is