Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

10 bestu kostir ReSound LiNXTM

Það er ljóst og þá vitum við það að ReSound LiNX eru heimsins snjöllustu heyrnartæki. Þau eru snjöll vegna þess að þau geta unnið með iPhone-snjallsíma. Jafnvel þó að þú notir ekki iPhone þá eru ReSound LiNX framúrskarandi góð heyrnartæki.

1. Hljómgæði - Allt sem þú heyrir með ReSound LiNX er skýrt og eðlilegt. Gerðu þér í hugarlund að talmál heyrist hæfilega hátt og auðvelt sé að skilja það óháð því hvar þú ert, hvað þú ert að gera og hvern þú ert að hlusta á. Í nýlegri óháðri rannsókn á bestu tækjum frá sex framleiðendum gaf hópur heyrnartækjanotenda ReSound tækjum bestu einkunn fyrir hljómgæði[i].

2. Að heyra án áreynslu - Með ReSound LiNX geturðu slappað af og notið þín á stöðum þar sem oft er erfitt að heyra svo sem í hávaða á veitingastöðum. Ef þú ert með heyrnartæki í báðum eyrum þá skiptast þau á upplýsingum og vinna gagnvirkt saman til að velja bestu stefnuvirkni fyrir sérhvert hljóðumhverfi. Það gefur betri talskilning við háværar aðstæður og eðlilegri tilfinningu fyrir umhverfinu - jafnvel við mjög erfið hlustunarskilyrði.

3. Henta næstum öllum - ReSound LiNX henta um 90% þeirra sem eru heyrnarskertir, allt frá vægri að mikilli heyrnarskerðingu, svo mjög líklegt er að þau henti þér!

4. Þráðlaus tækni – 2,4 GHz þráðlausa tæknin, sem er notuð í ReSound tækjum, er sú þróaðasta þegar um er að ræða streymi á hljóði og gögnum. Af því leiðir að þú getur notið eðlilegrar heyrnar á báðum eyrum og steríóhljómur berst beint í heyrnartækin án þess að þú sé með millistykki fest á þig.

5. Samskipti milli eyrna - ReSound LiNX heyrnartækin þín skiptast á gögnum og vinna saman ses eitt kerfi. Þau eru stöðugt að bera saman gögn og á gagnvirkan hátt að meta hljóðumhverfið um leið og þau greina og jafna öll hljóð. Þetta veldur því að þú heyrir eðlileg hljóð næstum hvar sem er og þú getur fylgst með samræðum og brugðist eðlilega við hljóðum í kring um þig.

6. Laus við pirrandi ýlfur – Í heyrnartækjum frá öðrum framleiðendum er dregið úr styrk svo ýlfur angri þig ekki en það leiðir til þess að þú heyrir ekki það sem þú villt heyra. Í ReSound LiNX er komist hjá ýlfri með tækni sem heldur fullum hljóðstyrk þannig að þú heyrir skýrt.

7. Látlaus og þægileg hönnun - ReSound LiNX eru svo fíngerð og látlaus að flestir taka ekki eftir því að þú sért með tækin. Þau eru einnig þunn þannig að þau falla vel og notalega að eyrunum.

8. Ending - ReSound LiNX  eru húðuð með iSolate vatnsfælu en það er örþunn fjölliðuhúð sem ver alla þætti tækjanna fyrir raka og ryki. Þó þau séu fíngerð eru þau ekki viðkvæm. Þau eru endingargóð svo þú getur haft þau á þér þegar þú gerir flest það sem þér finnst skemmtilegt.

9. Einstaklingssniðin – Heyrnarfræðingurinn sníður virkni ReSound LiNX heyrnartækjanna nákvæmlega að þinni heyrnarskerðingu. Og með nýja ReSound-appinu getur þú á einfaldan hátt stjórnað heyrnartækjunum úr snjallsímanum, en athugaðu að ef þú notar ekki snjallsíma þá geturðu samt stjórnað ReSound LiNX með tökkum á heyrnartækjunum.

10. Streymi hljóðmerkis - ReSound LiNX vinna með þráðlausa aukabúnaðinum ReSound UniteTM sem flytur hljóðmerki beint í heyrnartækin án þess að nota millistykki sem taka við merkinu. Þessi tækni gerir þér kleift að heyra talmál og hljóð frá tækjum lengri leið en heyrnartæki geta, án þess að vera með millistykki um hálsinn eða lesa af vörum.

Hver af kostum ReSound LiNX telur þú að skipti mestu máli?

[i]Árið 2013 var útbúið staðlað próf og lagt fyrir af DELTA Senselab, Hoersholm, Denmark, sem fólst í því að óháð rannsóknarteymi gerði hlustunarpróf við mismunandi aðstæður. Niðurstaða úr prófinu.

*Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is