Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Fræðsla um heyrnarvernd tónlistarkennara

Um helgina 27.- 29. apríl 2012 var haldið landsmót íslenskra lúðrasveita á Akureyri. Ellisif hélt fyrirlestur fyrir tónlistarkennara um heyrnarvernd, enda er mikið í húfi fyrir þá að vernda heyrnina sem er þeirra atvinnutæki. Heyrnarsíur geta skipt sköpum fyrir tónlistarfólk þar sem þær vernda heyrnina, auka úthald, skerpa einbeitingu og koma í veg fyrir eyrnasuð.
Margar fyrirspurnir komu eftir fyrirlesturinn og náði Ellisif ekki að svara þeim öllum áður en tíminn var á enda. Þeim, sem fengu ekki svör, er bent á að senda spurningar í tölvupósti til heyrn@heyrn.is og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri.
Tilboðsverð á Alpine- og Noizessheyrnarsíum fyrir tónlistarkennara mun gilda til 15. maí.

Myndir frá Akureyri