Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Ráðstefna um nýjungar í heyrnarfræðum

Ellisif sótti ráðstefnu í Jönköping í Svíþjóð, 13. til 15. maí með heyrnarfræðingum og öðru fagfólki sem fæst við heyrn.

Ráðstefnan var mjög uppbyggileg og fróðleg þar sem aðaláherslan var umfjöllun um heyrnarskerðingu elstu og yngstu notenda heyrnartækja.
M. a. var fjallað um rannsóknir sem sýndu að mjög mikilvægt er fyrir eldra fólk, sem byrjað er að tapa heyrn, að halda heilastarfseminni virkri með aðstoð heyrnartækja.

Sérfræðingar hafa áhyggjur af skaðsemi ferðaspilara (mp3) á heyrn unga fólksins. 30% sænskra barna á aldrinum 6 til 12 ára hlusta á spilara meira en 5 tíma á dag og 60% unglinga á aldrinum 13 til 17 ára hlusta á spilara meira en 8 tíma á dag.

Heimasíða ráðstefnunnar

Mynd af forsíðu ReSonans tímaritsins sem fjallaði að hluta um ráðstefnuna.