Heyrn Hlíðasmára 12 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Fimm gildar ástæður fyrir að velja ReSound Plus5

Með vali á ReSound Plus5 færðu allt sem þú getur vænst af heyrnartæki frá framleiðanda sem er í fararbroddi í þróun þeirra og auk „PLUS fimm“ sérstakra eiginleika sem aðeins er að finna í mun dýrari heyrnartækjum.

1. Munurinn kemur strax í ljós

Þú hefur ekki völ á heyrnartæki á sambærilegu verði sem hefur fleiri tæknilega möguleika en ReSound Plus5. Þegar þú setur tækið upp skynjarðu um leið að heyrnin batnar ótrúlega sem bætir einnig lífsgæði þín í flestum tilvikum. Þér mun sjaldnar finnast viðmælandi þinn muldra. Þú finnur einnig fyrir minni þreytu eftir daginn þar sem þú þarft ekki að leggja þig eins mikið fram við að fylgjast með.

2. Rödd þín hljómar eðlilega

Þeir sem nota heyrnartæki kvarta oft yfir holhljóði, sem kemur fram þegar tappar eru í eyrunum, það líkist því að tala inni í tómri tunnu þannig að röddin hljómar ankannalega. ReSound Plus5 hefur leyst þennan vanda með opnu kerfi sem er einstakt og var fyrst sett á markað af GN ReSound en það kemur í veg fyrir holhljóð um leið og þér finnst rödd þín hljóma eðlilega.

3. Án óhljóða

Þumalfingurregla hljóðar þannig að því ódýrara heyrnartæki þeim mun lélegri endurómunarhemlun er í því. Endurómunarhemill heldur aftur af ískri og ýlfri sem margir halda að sé eðlilegt í heyrnartækjum. En ReSound Plus5 er undantekningin sem sannar regluna. Í sérhverju ReSound Plus5 tæki er þróaður og margprófaður endurómunarhemill sem áður var aðeins í háþróuðustu heyrnartækjum.

4. Einstakt eins og fingraför

Með stafrænni tölvutækni má klæðskerasauma ReSound Plus5 þannig að það henti nákvæmlega þínum þörfum. Með því að fá gögn úr heyrnartækinu þínu safnar ReSound Plus5 upplýsingum um það hljóðumhverfi sem þú ert í. Það hjálpar heyrnarfræðingnum að stilla heyrnartækið þitt þannig að það falli að þínum þörfum. Niðurstaðan er heyrnartæki sem er jafn sérstakt og fingraförin þín.

5. Næstum ósýnilegt

Flestir sem nota heyrnartæki vilja ekki að það sjáist. Að bera það merki, sem heyrnartæki er, kemur stundum í veg fyrir að þeir sem þurfa heyrnartæki leiti eftir hjálp. Þess vegna er ReSound Plus5 hannað lítt áberandi fyrir augað. Í heyrnartæki bak við eyra er mjög grönn hljóðslanga þannig að allar gerðir tækja af ReSound Plus5 eru næstum ósýnilegar.

Verð Plus5 heyrnartækja>>

Nánari upplýsingar um ReSound Plus5 er að finna hjá GN ReSound.

Nánari upplýsingar á ensku um ReSound Plus5 er að finna á: http://www.resoundplus5.com/

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is