Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

ReSound LiNX2


Taktu vel á móti snjallri heyrn (Smart Hearing)

ReSound LiNX2

Nú hefur þú sömu möguleika, að tengjast og taka þátt í lífinu í kring um þig, eins og allir aðrir.

Vísindamenn og hönnuðir ReSound hafa enn bætt um betur með nýju LiNX í öðru heyrnartækjunum því með þeim heyrist bæði eðlilega og áreynslulaust.

Meðal nýjunga í LiNX2 er að þau skerpa talmál, draga úr umhverfisklið og deyfa vindgnauð betur en önnur tæki gera.

Eðlileg heyrn án áreynslu

Njóttu vel fyrsta flokks hljómgæða og notalegs hljóðs með nýjustu gerð hljóðvinnslu Surround Sound by ReSoundTM.

Skynjaðu lifandi tilfinningu fyrir umhverfi og talmáli

Nýja (reikniverkið) virknin Binaural Directionality™ II með Spatial Sense™ styður eðlilega hæfileika heilans við að vinna úr hljóðum svo þú heyrir mun auðveldar. ReSound LiNX2 eru nýjustu heyrnartækin í flokknum Smart Hearing.

Með nýju virkninni Spatial Sense færðu eðlilega tilfinningu fyrir því hvaðan hljóðið berst og hún hjálpar þér að mynda skýra hljóðmynd af umhverfinu. Í háværu hljóðumhverfi sér Binaural Directionality™ II um að þú getir þrátt fyrir það skilið hvert orð í venjulegu samtali.

Fíngerð völundarsmíð með marga kosti

Nýtískulegt, nett og sterkt. LiNX2TM heyrnartækin eru af mörgum gerðum og með fjölbreytt litaúrval.

Með nýja SureFitTM hátalarnum er notalegra að hlusta og hann bætir hljóðgæðin.
Nýja hönnunin stenst amstur dagsins og tækin hverfa að mestu þegar þau eru sett upp.
Allir þættir eru gerðir úr sterkum gæðaefnum og eru þaktir með iSolateTM nanohúð bæði að innan og utan sem fælir brott vatn, ryk og tærandi efni svo sem eyrnamerg, salt og svita.
Heyrnartækin eru hagleikssmíði

Þau henta þér

Það er öruggt að einhver gerð heyrnartækja hentar þér hvort sem um er að ræða þægilegheit, lífsstíl eða smekk.

Beint streymi stereóhljóðs frá iPhone, iPad og iPod touch*

Nú hefur þú sömu möguleika, að tengjast og taka þátt í lífinu í kring um þig, eins og allir aðrir.

Tækni sem hentar þér

Fáðu hagkvæmt kerfi með þráðlausum tengimöguleikum

Notaðu sjómvarpsliðinn Unite tv 2 til að streyma stereóhljóði frá sjónvarpinu með hljóðstyrk sem hentar þér. Óháð því hversu mikill hávaði er getur þú fylgst með sérhverju samtali með því að nota ReSound UniteTM smáhljóðnema.

Aðlagaðu heyrnarskilyrði að eigin þörfum

Með ReSound SmartTM appinu getur þú fínstillt tækin þannig að hljóðvinnsla þeirra falli að þínum þörfum.

Besta heyrnarupplifun hvar sem þú ert

Stilltu hljóðstyrk, diskant og bassa. Virkjaðu uppáhaldsforritið. Findu heyrnartæki sem er týnt. Stjórnaðu þráðlausu aukahlutunum. Gerðu heyrnarupplifunina betri við erfiðar hljóðaðstæður. Gerðu þetta allt án þess að snerta heyrnartækin.

Talfókus
Hugsaðu þér að fókusinn sé eins og geisli sem þú beinir í sömu átt og þú horfir. Með talfókus geturðu stýrt vídd geislans svo þú getir betur heyrt það sem er sagt.
Þægilegt í hávaða
Minnkar bakgrunnsklið í háværu umhverfi svo það er notalegra að hlusta og auðveldara að skilja talmál.
Þægilegt í vindi
Minnkar vindgnauð sem eykur þægindi.

Heldur þú upp á Android símann þinn?

Þá er ef til vill einnig til app fyrir þig.

*Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is