Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Stafræn heyrnartæki

Í stafrænu heyrnartæki er tölva eða örgjörvi. Stafrænt heyrnartæki umbreytir hljóði í stafrænan kóða sem það sníður til í samræmi við heyrn notandans og umbreytir síðan aftur í hljóð.

Helstu kostir stafrænna tækja eru aðallega tveir. Sá fyrri er hljóðgæðin. Notandinn finnur að hljóðið úr stafrænu tæki er mun skýrara og hreinna en úr flaumrænu tæki, þessi munur er svipaður og að hlusta á stafræna upptöku af geisladiski samanborið við gamla upptöku á segulbandi eða hljómplötu.

Hinn kosturinn er fjölhæfni. Þegar tölva heyrnartækis umbreytir hljóðmerkjum í tal er mögulegt með stafrænni tækni að sníða hljóðið mun betur til en mögulegt er með annarri tækni. Til dæmis getur stafrænt heyrnartæki greint á milli hljóða eftir breytileika þeirra. Einhæfur hávaði eins og mótorhljóð, hvinur loftræstingar eða kliður í fjölmenni er magnaður minna en breytilegt hljóð eins og tal viðmælanda.

Eitt má nefna til viðbótar sem er endurómunarhemill en hann er aðeins að finna í stafrænum tækjum frá GN ReSound. Heyrnatækið leitar stöðugt að enduróm, ýlfri, en áður en það heyrist er sent merki sem stöðvar ýlfrið án þess að það hafi áhrif á aðra starfsemi heyrnatækisins.

Stafræn heyrnartæki eru í stöðugri þróun og ekki síst hvað varðar hljóðvinnslu þeirra.

Um áramótin 2009-2010 komu á markað heyrnartæki frá ReSound með nýrri tækni sem nefnd er kringóma, (surround sound). Í tækjunum er nýr örgjörvi sem vinnur þannig að hljóðin heyrast á réttan hátt úr öllum áttum. Heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með tveimur hátölurum í kringóma heimabíó með hátalara til allra átta. Með þessari tækni er notandi heyrnartækjanna í miðpunkti hljóðheimsins sem hann hrærist í.
Sjá nánar: Live, dot2

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is