Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Sumar og sól

Fáein atriði, sem gott er að heyrnatækjanotendur hafi í huga, í sumri og sól.

1. Mundu eftir að hlífa heyrninni, t.d. með heyrnarsíum eða heyrnarhlífum, þega þú slærð grasið með háværri sláttuvél eða ert á rokktónleikum.
-Hávaðinn getur verið svo mikill að hann valdi varanlegri heyrnarskemmd.

2. Taktu niður sólgleraugun þegar þú talar við einstakling með skerta heyrn.
-Við skiljum hvert annað betur þegar við erum í augnsambandi.


3. Þegar þú ferð að synda mundu þá eftir að taka af þér heyrnartækin áður en þú skellir þér í vatnið!
-Það er auðvitað sjálfsagt en æ það er svo auðvelt en ergilegt að gleyma þeim.

4. Það getur verið hentugt að hafa rakabox við höndina, ef heyrnartækin verða rök eða vot.
-Ef hitinn er svo mikill að þú svitnar mikið eða ef þú lendir í steypiregni. Skjótt skipast veður í lofti, þá er gott að hafa rakabox við höndina.

5. Láttu ekki heyrnartækin liggja þar sem sterk sól nær að skína á þau svo er einnig varasamt að skilja þau eftir í bíl sem stendur í sól.
-Hár hiti getur skemmt rafeindabúnað tækjanna.

6. Mundu eftir að bera sólkrem eyrun og þá sérstaklega efst á þau en passaðu að setja ekki sólkrem á heyrnartækin.
-Heyrnartækin þola ekki krem, olíu eða ilmvatn.

7. Mundu eftir að setja heyrnartækin í flugstillingu þegar farið er um borð í flugvél svo slökkt sé á þráðlausum sendingum.
-Ef þú manst ekki hvernig það er gert þá eru leiðbeiningar í kafla 8 í notendahandbókinni.

8. Athugaðu þegar þú ferð í frí að ReSound LiNX Quattro heyrnartækin og hleðsluaskjan séu fullhlaðin eða hafa mðferðis aukarafhlöður ef tækin eru fyrir einnota rafhlöður.
Nýjung: ReSound LiNX Quattro heyrnartækin fást með hlaðanlegum rafhlöðum sem hlaðast þráðlaust í hleðsluöskju. Hleðsla á fullhlöðnum heyrnartækjum og hleðsluöskju getur dugað í allt að fimm daga án viðbótarhleðslu.


Skjáskot af myndskeiðinu: Stækkaðu heiminn með nýrri hljóðupplifum

*Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is