Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Hljóðmagnarar

Bjóðum tvær gerðir af hljóðmögnurum frá Bellman & Symfon: Mino og Maxi Pro.

Hljóðmagnari hentar vel þar sem kliður truflar samtal. Hann hentar einnig vel fyrir tímabundnar aðstæður s.s. heimsóknir á sjúkrahús.
Með margmiðlunarstreymir, sem fæst með Maxi Pro, tengist hann þráðlaust við sjónvarp og önnur tæki.

Mino hljóðmagnarinn frá Bellman & Symfon er öflugt samskiptatæki

Hljóðmagnarinn Mino er byltingarkennt samskiptatæki sem færir notandanum tal og tónlist við erfið hlustunarskilyrði. Mino er hannaður fyrir fólk sem vill að tæki séu auðveld í notkun með stóra takka og skýrum merkingum. Tækið er mjög notendavænt og hefur einstök hljóðgæði.

Framúrskarandi hljómur

Mino gefur hreint og skýrt hljóð eins og notandinn á skilið. Hann nýtir að fullu kosti stafrænnar tækni til að gera tal skýrt og dregur einnig úr bakgrunnshljóðum sem stuðlar að einstökum hljóðgæðum. Þetta allt næst ekki síst vegna sérstakra hljóðnema sem eru gerðir til að fyrirbyggja suð.

Einfalt í notkun

Við hönnun tækisins var kappkostað að hafa það einfalt og notendavænt. Allar leiðbeiningar á tökkum eru augljósar. Takkarnir virka þegar þrýst er á þá og það eru engar flóknar leiðbeiningar sem týnast. Takkarnir eru stórir úr mjúku efni með stamt yfirborð en það gerir Mino kjörið fyrir fólk með skerta næmni í höndum. Í tækinu eru Li-jóna hleðslurafhlöður og hver hleðsla þeirra endist í um 18 tíma.

Íslenskur leiðarvísir fylgir með hverju tæki.

Verð Mino hljóðmagnara

Mino hljóðmagnari, heyrnartól, hleðslurafhlöður og hleðslutæki kosta samtals 58.800 kr.
Maxi Pro

Maxi Pro býr yfir svipuðum kostum og Mino hann hækkar og skerpir orðin sem berast þér til eyrna svo þú heyrir þau vel þó mikill kliður sé.
Maxi Pro er fullkominn hlustunarlausn sem tengist snjallsíma, spjaldtölvu og sjónvarpi svo þú getur horft á þitt uppáhaldsefni og spjallað við vini þína án þess að þurfa að fara úr sófanum.

Að heyra í sjónvarpi

Hlustaðu á þann hljóðstyrk sem þú vilt.
Með Maxi Pro geturðu horft á sjónvarpið og haft hljóðstyrkinn sem hentar þér en um leið hlíft eyrum fjölskyldunnar. Tengdu einfaldlega Maxi Pro streyminn við sjónvarpið, slappaðu af og njóttu eftirlætis kvikmyndar með Hi – Fi stereóhljóði beint í eyrun.

Að magna tal

Að heyra talmál hátt og skýrt.
Maxi Pro hjálpar þér að fylgjast með samræðum við matarborðið. Settu tækið bara fyrir framan þann sem þú ert að tala við og þá mun tal hans heyrast hátt og skýrt.

Myndskeið með leiðbeiningum fyrir Maxi Pro

Verð Maxi Pro hljóðmagnara

Maxi Pro hljóðmagnari, streymir, heyrnartól, hleðslurafhlöður og hleðslutæki kosta samtals 63.000 kr.

Nánari upplýsingar um Mino og Maxi Pro og einnig fleiri tæki eru á heimasíðu Bellman í Svíþjóð.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is