Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

Tónlist og heyrnarvernd

Trommarinn 2012

Þökkum kærlega fyrir að hafa verið boðið að taka þátt í Trommarunum 2012. Gleðilegt er hversu vel tókst til og margir mættu, enda ekki á hverjum degi að helstu trommarar landsins koma saman ásamt heiðursgestinum Pétri Östlund.
Einnig var mjög fróðlegt að sjá og heyra allt úrvalið sem til er af trommusettum og hljóðfæraverslanir bjóða.

Hljóðfæraleikarar og gestir sýndu mikinn áhuga á heyrnarvernd, fræddust um heyrnarsíur og sumir fengu sér síur.
Ánægjulegt er fyrir heyrnarfræðing að finna hvernig viðhorf tónlistarfólks til heyrnarverndar hefur breyst á síðustu árum.