Umsögn

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Reynsla, Hjalta Freys Kristinssonar, af heyrnartækjum

Áður en ég fékk heyrnartækin, þá háði það mér ansi mikið að geta ekki heyrt almennilega orðaskil ef það var mikið af öðrum samtölum í gangi, þó svo að viðmælandi minn væri mjög nálægt mér, allt rann saman. Einnig stóð ég mig að því að þurfa segja "Ha?" allt of oft á hverjum degi þar sem ég heyrði oft bara að það var verið að tala við mig, en heyrði bara ekki orðin nógu greinilega til að skilja hvað var verið að segja, þó svo að það væri ekkert annað að trufla. Í sumum tilvikum voru viðmælendur mínir farnir að tala óeðlilega hátt sem um leið breytt málróm þeirra og þá um leið hætt við að maður væri að misskilja ásetning þeirra. Að ég tali nú ekki um að geta ekki horft á sjónvarpið án þess að þurfa hækka það talsvert til að geta heyrt talið nægilega skýrt. Sum hljóð í daglegu lífi var ég jafnvel bara alls ekki að heyra, t.d. fuglabjarg í fjarska sem var svo sem ágætt að losna við, en væri dýrmætt að hafa samt sem fyllingu í það sem ætti að teljast eðlilegt að heyra.

Það var því ólýsanlegur munur fyrir mig að fá heyrnartækin loksins (sem ég hafði í raun beðið allt of lengi með að fá mér) og upplifa hvernig það var að geta heyrt eðlilega aftur. Sum hljóð uppgötvaði ég alveg upp á nýtt. Jafnvel það að heyra enn skýrara í sjálfum mér tala, og þá um leið snúa betur við þeirri þróun hjá mér vera byrjaður að tala oft frekar óskýrt, án þess að fatta það til að geta vandað mig betur - en mögulega sökum þess hversu lengi ég beið með að fá mér heyrnartækin, tel ég að ég hafi farið óþarflega langt inn í óskýrleikann í talandanum mínum. Ég man ennþá hversu furðulegt það var að setja á mig heyrnartækin í fyrsta skiptið, og fyrstu dagana. Öll smáhljóð, skrjáf í blöðum, lyklum, halda um stýrið, klæða sig í, smjatta á matnum.... allt var margföld upplifun og tók smá tíma að venjast. Núna gengur mér margfallt betur að heyra og skilja í viðmælendum mínum, hvort sem það er í margmenni eða annars staðar, jafnvel með mikið af truflandi umhverfishljóðum, en ég finn að ég sæki oft sjálfkrafa í að reyna hækka hljóðið samt enn meira, bara af gömlum og of föstum vana frá fyrri tíð.

Mér fannst mjög gott að geta prufað heyrnartækin fyrst í nokkra daga, og fundið þá út betur hvaða tæki hentaði mér best, og um leið fannst mér undarlegt hvað ég fann lítið fyrir þeim. Sérstaklega finnst mér gott að hafa val um nokkrar mismunandi hljóðstillingar í tækinu sem er auðvelt að skipta á milli, eftir því í hvaða aðstæðum ég er staddur.

Ég mæli hiklaust með því að þeir sem hafa einhver vandræði með heyrnina skoði það virkilega vel með að fá sér heyrnatæki, því það getur sannarlega breytt lífinu til hins betra á margan hátt.

Þjónustan hjá Heyrn er alveg stórkostleg, þar sem virkilega vel er haldið utan um mín mál þar. Bæði ferlið við að finna hentugasta heyrnartækið, svo og að bjóða mér að koma reglulega í heimsókn til að fara yfir tækin, uppfæra hugbúnað ef þess þarf, og aðlaga fínstillingar eftir því sem heyrnin mín þróast.

Hjalti Freyr Kristinsson
Kerfisfræðingur og heilsunuddari

Hjalti Freyr notar Alera761 heyrnartæki sem hann fékk í júlí 2011 en umsögnin er skrifuð í febrúar 2016.

Aðrar umsagnir

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is