Umsögn Multi Mic

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Reynsla, Stefáns Vals Pálssonar, af Multi Mic hljóðnema

ReSound Multi Mic

Fékk lánað nýtt tæki hjá Heyrn. Ég leyfi mér að kalla þetta undratæki því fyrir mig er þetta meiriháttar tæki þar sem ég er með skerta heyrn. Fyrir það fyrsta þá talar konan mín frekar lágt og stundum óskýrt (vegna sjúkdóms) og einnig talar hún oft úr öðrum herbergjum sem ekki er nú gott fyrir þá sem heyra illa.

En ég hefi nú verið að prófa þetta undanfarið við sem flest tækifæri og ýmsar aðstæður.

Notað þetta heima ef fólk kemur i heimsókn þá set ég þetta á borðið og læt það liggja þar kveikt á bæði tæki og heyrnartækjum sem er mjög auðveld aðgerð.

Næmleikinn er sérlega mikill og ég heyri betur allt sem talað er í stofunni hjá mér miklu skýrar en ella. Talið kemur beint í heyrnartækin.

Fór með þetta í IKEA þar sem við gamlir vinnufélagar hittumst í mat 2var í mánuði.
Þar er mikið skvaldur og hávaði og ég hefi misst mikið að því sem sagt er. Nú setti ég þetta á borðið þegar við vorum að borða. Þetta gjörbreytti hlustun á samræðurnar.

Að vísu kom í gegn glymjandinn í salnum en þá prófaði ég að lækka í Micanum og fann út hæfilegan styrk fyrir umhverfishljóðin. Þetta breytti öllu og ég gat tekið þátt í samræðunum eins og maður. Þurfti ekki alltaf að hvá og segja ha hvað sagðirðu.

Ég hefi prófað að láta Micinn liggja fyrir framan sjónvarpið og útvarpið það reynst prýðilega að vísu er ekki hægt að hrópa húrra fyrir tóngæðum en þetta er nú einu sinni ætlað fyrir tal og þar er notagildið ótvírætt. Næmleikinn í þessu litla tæki er ótrúlegur.

Niðurstaðan:

Mæli með þessu tæki fyrir alla sem eru með skerta heyrn og þurfa að heyra betur við krefjandi aðstæður.

Stefán Valur Pálsson.

Umsagnir um heyrnartæki

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is