Umsögn

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Reynsla, 30 ára konu, af heyrnartækjum

Ég greindist heyrnarskert árið 1986, þá fimm ára gömul og var alla mína grunnskólagöngu með heyrnartæki. Þegar ég byrjaði í menntaskóla í nýju umhverfi, var ég feimin við að nota tækin, þar sem mér fannst þau óþarflega áberandi og óþægileg. Ég kláraði stúdentsprófið og fannst sem að ég kæmist í gegnum allt með laka heyrn og lét það ekki stoppa mig í neinu. Þar af leiðandi fór ég í afneitun gagnvart skerðingunni.
Nýlega settist ég á skólabekk á ný og fann hversu skerðingin háði mér verulega. Ég ákvað að fara í viðtal í Heyrn og sá dagur er mér ógleymanlegur. Ég fékk frábæra móttöku og gekk út með ný tæki til prufu. Þessi tæki voru afar ólík þeim tækjum sem ég átti nokkrum árum áður. Þau sáust ekki og ég fann ekki fyrir þeim. Þægilegri og betri tæki hafði ég aldrei verið með og fannst mér með ólíkindum hve tækninni hafði fleygt fram á skömmum tíma. Ég hafði fulla heyrn í fyrsta skiptið í mörg ár.
Fyrsta orðið, sem ég heyrði skýrt og greinilegra þegar heim var komið, var orðið ,,mamma“ frá 19 mánaða dóttur minni. Ég get ekki verið án tækjanna og nota þau öllum stundum, bæði heima og í námi. Aldrei grunaði mig að mér myndi líða vel með heyrnartæki en þessi tæki veita mér öryggi og vellíðan.

Aðrar umsagnir

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is