Umsögn

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Reynsla Stefáns Ívars Hansen af ReSound heyrnartækjum

Heyrn.is

Sæl Ellisif, ég er nú ekki alveg búinn að gleyma þér, þó svo að ég hafi gleymt þér um tíma. Ég ætla nú að reyna að bæta aðeins úr því.

Ég er búinn að ganga með heyrnartæki í 9 ár með misjöfnum árangri. Fyrst var ég með tæki sem voru inni í eyranu.

Það var mjög erfitt því að ég svitnaði svo mikið undan þeim og þá jókst framleiðslan á eyrnamergnum.

Svo var ég með utanáliggjandi tæki sem stilltu sig sjálf og ég gat ekkert stillt sjálfur. Þau voru ágæt til að byrja með en smá saman dofnuðu þau og voru ekki farin að virka almennilega. Rakinn er mikill óvinur heyrnartækja og það er töluverður raki í kringum mig í vinnunni.

Á síðasta ári rak ég nefið inn hjá þér og það breytti heil miklu á svipstundu. Ég hafði aldrei áður fengið jafn góða þjónustu á einum degi án undirbúnings, og það ber að þakka þér fyrir frábærar móttökur.

Ég fann mikinn mun sérstakleg til að byrja með, ég heyrði ný hljóð í bílnum mínum og umhverfið breyttist allt. Ég fór að heyra orðaskil í útvarpinu og núna get ég tekið þátt í umræðum í kaffistofunni í vinnunni. Síminn er samt enn að trufla mig og mér finnst mjög erfitt að tala við fólk í síma.

Þegar ég fór í sumarfrí síðastliðið sumar og svaf í Hjólhýsinu mínu úti í sveit þá fór ég að heyra fuglasöng og mörg önnur hljóð úr náttúrunni sem ég hafði ekki heyrt í mörg ár, þetta var alveg ný upplifun.

En toppurinn var samt þegar ég fór á tónleika í fyrsta sinn með heyrnartækin. Ég var búinn að hlusta um stund þegar ég mundi allt í einu eftir því að stilla heyrnartækin á músík þá var mikil breyting ég fór að heyra í einstökum hljóðfærum það var algjör snilld. Síðan er ég búinn að fara á marga tónleika og núna kann að njóta þeirra. Þetta er allt önnur tilfinning þegar maður heyrir hvað fer fram.

Það versta sem ég er að glíma við í dag er rakinn hann er alltaf annað slagið að gera mér lífið leitt. En vonandi næ ég tökum á því.

Ég kem suður einhverntíma í vor og þá ætla ég að líta til þín.

Kveðja, Stefán Ívar Hansen


Stefán notar ReSound LiNX 9 heyrnartæki.

Aðrar umsagnir

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is