Umsögn

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 11 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Reynsla, Stefáns Vals Pálssonar, af heyrnartækjum

Heyrn
Það var nú ljóta vesenið þegar mér var sagt af mínum nánustu að ég heyrði ekki nógu vel. Ég var nú ekki alveg kominn til að gútera það og í lengstu lög sagði ég að ég heyrði bara það sem ég vildi heyra og ekkert umfram það.
En þar kom að því að ég þurfti að viðurkenna fötlun mína.
Eg fór á stúfana og fann fyrirtæki sem mér lest vel á og þar var ég mældur og í mig troðið heyrnartækjum og sagt að nú heyrði ég allt og meira til.
Jú ég heyrði betur en það var alltaf eitthvað að svo á endanum gafst ég upp og þessi tæki voru alltaf meira og minna í skúffunni hjá mér.
Annað hvort var þetta ég eða tækin. Fór að skoða auglýsingar og fleira í sambandi við heyrnartæki.
Endirinn var sá að ég snéri mér til Heyrnar í Kópavogi. Leist best á það.
Þar tók Ellisif á móti mér og mældi heyrnina og var hún ekki par hrifin af henni og sagði að hún skildi konuna mína vel og ég hlyti að vera óþolandi á heimilinu. Ég sagði að það væri nú ekki rétt ég hváði bara stundum þegar ég væri ekkert að hlusta á hana.
Þetta endaði auðvitað með því að Ellisif heyrnargreindi mig þarna en hún er jú sérfræðingur í þessu og mælti með sérstökum tækjum sem væru fyrir þá sem væru með talsvert skerta heyrn. En þetta er tæki frá ReSound af Verso7 gerð.
Til að gera langa sögu stutta þá hefur mér farið stórkostlega fram í heyrninni segir konan og stundum hægt að tala við mig á milli herbergja. Og þegar ég fer í leikhús þá fer bókstaflega ekkert framhjá manni, ég tala nú ekki um þegar hægt er að nota T-spóluna.
Svo fékk ég mér símaklemmuna og tengist hún beint við iPhoninn minn og það er nú aldeilis munur. Fá talið úr símanum beint í eyrun og þarf ekki að halda á símanum. Nauðsynlegt í bílnum. Og svo gildir það sama í iPadinn. Næst er að fá sér sjónvarpsliða þá er maður í góðum málum. Svo er þjónustan þarna alveg í sérklassa. Ef maður hringir og þarf tíma þá svarar engillinn hún Ásdís og alltaf er hægt að finna tíma mjög fljótt. Svo mætir maður og fær alltaf kossa um leið og komið er inn að vísu er þeir í skál en góðir eru þeir samt.
En ég sé ekki eftir að hafa skipt yfir til Heyrnar, þar eru öll vandamál leyst varðandi heyrn.
Stefán Valur Pálsson

Aðrar umsagnir

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is