Umsögn

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Umsögn Vals Hólm um heyrnarskerðingu, reynslu af heyrnartækjum og þjónustu hjá Heyrn

Skilningarvitin fimm, sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning, eru öll mikilvæg í daglegu lífi manns. Hvernig bregst maður við skerðingu einhvers þeirra t.d. heyrn?
Skerðing heyrnar læðist að eins og þjófur á nóttu, hægt og lævíslega. Fyrst telur maður, að tilteknar ytri aðstæður hafi orðið til þess, að talað mál, umhverfishljóð og svo frv berist ekki til manns nægilega skýrt og óbrenglað. Næst skynjar maður og viðurkennir fyrir sjálfum sér, að líklega sé heyrnin ekki eins og hún á að vera. Viðbrögðin þar á eftir einkennast af nokkurs konar mótþróa/afneitun sem óhjákvæmilega leiðir til vandræða í samskiptum við fólk og umhverfi. Þetta var í grófum dráttum mín reynsla.
Þegar ég loks viðurkenndi, að heyrnarskerðingin væri óásættanleg gagnvart fjölskyldu, samstarfsmönnum og öðrum sem ég þurfti að hafa samskipti við, tók ég ákvörðun um að fá mér heyrnartæki.
Fyrstu tækin sem ég fékk opnuðu aftur að hluta heyrnarsvið sem mér var tapað en dagleg notkun og umhirða var á þann veg, að þau lentu fljótt niður í skúffu engum til gagns.
Fjóla, konan mín, var mjög ósátt við þessar málalyktir og hvatti mig til, að leita til heyrnarsérfræðings í Kópavogi sem ræki fyrirtæki með nýstárleg heyrnartæki til sölu, HEYRN ehf. Það varð úr og þar fékk ég fyrirmyndar fagþjónustu og heyrnartæki sem ég nota enn, átta árum síðar. Heyrnartækin eru lítil, þægileg í meðförum og umfram allt þau virka!
Síðastliðið haust freistaðist ég til að kaupa ný heyrnartæki af HEYRN ehf, nýja kynslóð sem býður upp á getu, möguleika og virkni sem er ótrúleg. Tækin kostuðu vissulega töluvert en þau lífsgæði, að heyra vel, eru ómetanleg.
Að lokum, bestu þakkir til ykkar, Ellisif og Ásdís fyrir fyrsta flokks þjónustu.


Valur var með ReSound Dot heyrnartæki en notar núna LiNX 9.

Aðrar umsagnir

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is