Merki um heyrnartap

Hver eru einkenni heyrnarskerðingar?

Fólk tapar í flestum tilvikum heyrninni smám saman.
Fjölskylda þín og vinir taka oft eftir heyrnartapi hjá þér áður en þú gerir það.

Merki um heyrnartap

  • Finnst þér að tal hljómi eins og allir í kringum þig muldri og biðurðu þá að endurtaka það sem þeir segja oftar en áður?
  • Er erfitt að skilja þann sem þú talar við augliti til auglitis í háværu umhverfi s.s. á veitingastað?
  • Heyrirðu ekki hvað sagt er við þig ef talað er úr næsta herbergi?

Þetta eru nokkur algeng merki heyrnarskerðingar.

Einkenni heyrnarskerðingar

Heyrnartap getur komið snögglega sem orsök mikils hávaða s.s. sprengingar, aukaverkun tiltekinna lyfja eða eftir slys en oftast kemur það fram smám saman.

Eitt algengasta einkenni heyrnarskerðingar er að hætta að heyra háa tóna s.s. kvenraddir eða samhljóða í tali sem bornir eru fram með háum tóni s.s. F, S og T. Orð eins og „foss“ og „skvetta“ verður skyndilega erfitt að heyra.

Hljóðin í náttúrunni virðast einnig hafa horfið. Ef þú heyrir ekki lengur fuglana syngja eða þegar regndropar falla á lauf getur það verið merki um heyrnartap.

Heyrnartap getur haft áhrif á samband þitt við annað fólk

Orsök misskilnings við vinnufélaga og vini getur verið léleg heyrn. Þegar þú svarar ekki strax því sem þeir segja geta þeir haldið að þú sért ekki að veita þeim athygli eða að þú hafir ekki áhuga á þeirra áliti.

Ánægja af félagslegum viðburðum minnkar þegar þú heyrir illa. Það getur verið erfitt að skilja það sem er sagt þegar mikill hávaði er í bakgrunni. Að horfa á alla skellihlæja kring um þig, án þess að hafa náð því hvað var svona fyndið, getur verið erfitt.

Hafðu samband við heyrnarfræðing

Það er mikilvægt að hefjast handa fyrr en síðar. Með tímanum getur heilinn „gleymt“ hvernig á að vinna úr ákveðnum hljóðum. Þetta stuðlar að einangrunartilfinningu sem er áhættuþáttur í vitglöpum. Sjá nánar greinina Heilarýrnun og heyrnarskerðing

Ef þú finnur fyrir heyrnarskerðingu skaltu panta tíma hjá löggiltum heyrnarfræðingi eins fljótt og auðið er. Margir möguleikar eru í boði sem leyfa þér að njóta hljóðanna í umhverfi þínu.

%d bloggers like this: