Um Heyrnarskerðingu

Er einhver ástæða til að sætta sig við að heyra aðeins hálfa heyrn?

Maður gerir sér almennt ekki grein fyrir því að heyrnarskerðing er einn algengasti kvilli sem hrjáir fólk sem komið er um og yfir miðjan aldur. Ef þessi kvilli er ekki meðhöndlaður hefur hann mikil áhrif á lífsgæði fólks.

Þannig þarf það ekki að vera. Lausnin felst í að uppgötva kvillann snemma og að gripið sé inn í. Fólk, sem notar heyrnartæki, lifir betra lífi, hefur meira sjálfsöryggi og almennt styrkari sjálfsmynd. Nútíma heyrnartæki eru fíngerð, þægileg, snotur og jafnvel ósýnileg auk þess að vera öflug.

Þróun heyrnartækja

Frá aldamótum hafa heyrnartæki þróast mjög mikið. Þau hafa breyst úr stórum, klunnalegum hljóðmögnurum í fallegan, örsmáan hátæknibúnað. Þannig að nú er heyrnarskerðingin hjá þeim sem ekki notar tæki mun meira áberandi en tækin sem geta bætt skerðinguna.

%d bloggers like this: