Að heyra vel á ný

Með heyrnartækjum má bæta úr algengustu gerðum heyrnarskerðingar.

Heyrnartækin geta ekki læknað heyrnartap sem stafar af breytingu eða skemmdum í eyrunum en þau geta eflt heyrnina þannig að hún nálgist það að verða eðlileg á ný.

Heyrnarskerðing er jafn mismunandi eins og við erum mörg. Sem betur fer má forrita heyrnartækin þannig að virkni þeirra falli að heyrn þess sem notar þau. Auk þess hafa þau fjölbreytta eiginleika, þau bæta talskilning og sía frá síbyljuhljóð þar sem kliður er. Mörg heyrnartæki eru mjög fíngerð þannig að heyrnarskerðing er flestum tilvikum mun meira áberandi en heyrnartækin sem geta bætt hana. Í mörgum tilvikum s.s. með innfelldri, opinni tækni (IOT) er ekki hægt að sjá að fólk sé með heyrnartæki.

%d bloggers like this: