Hvers má vænta?

Þegar byrjað er að nota heyrnartæki hefst endurhæfing þar sem notandinn lærir að heyra á ný. Heilinn þarf aftur að venjast því að túlka hljóð og merki sem hafa ekki borist til hans í nokkur ár.

Þó að sumir venjist heyrnartækjum mjög fljótt, þurfa margir aðlögunartíma þar sem bæði þarf að venjast því að hafa heyrnartækin í eyrunum og að heyra ný hljóð ásamt því að læra að umgangast tækin. Í upphafi geta sum hljóð verið hávær eða klingjandi sem þreytir mann fljótt. Það er mjög eðlilegt en með þolinmæði og jákvæðu hugarfari venjast heyrnartækin og verða í flestum tilvikum ómissandi.

Heyrnarfræðingurinn mælir ef til vill með því að til að byrja með séu tækin notuð nokkra tíma á dag en síðan að lengja tímann í hvert sinn þangað til þau eru í notkun frá morgni til kvölds. Mikilvægt er að nota tækin á hverjum degi og að átta sig á því að verið er að endurhæfa heyrnina. Sem betur fer er auðvelt að aðlaga flest nútíma heyrnartæki að þörfum hvers og eins þannig að þau efli heyrnina og séu þægileg.

%d bloggers like this: