Talskilningur

Heyrnarmörk eru skilin á milli þeirra hljóða sem við heyrum og heyrum ekki. Maður með eðlilega heyrn heyrir veikari hljóð en sá sem er heyrnarskertur. Talmál er ör straumur hljóða með breytilegum styrk t.d. eru sérhljóðin sterkari en samhljóðin sem oft er erfiðara að greina. Þrátt fyrir að talað sé allhátt getur verið erfitt að skilja sum orð.

Eðlileg heyrn

Við eðlilegar aðstæður skynjar maður sterk hljóð sem há og veik hljóð sem lág. Þegar hljóðið er við eðlilegan styrk er auðvelt að skilja tal og það er unnt að halda uppi samræðum jafnvel þar sem er mikill annar hávaði.


Eðlileg heyrn: Öll hljóð talmáls liggja innan heyrnarmarka og heyrast vel. Stafirnir á myndinni tákna stöðu hljóða í ensku. (Athugið að hljóðið hækkar niður kvarðann.)

Heyrnarskerðing

Með skertri heyrn heyrast sterk hljóð sem há en hljóð sem eru á bilinu á milli sterkra og veikra heyrast illa í staðinn fyrir að vera þægileg. Veikir samhljóðar heyrast ekki. Þegar sum hljóð talmáls eru dauf eða heyrast ekki verður málið bjagað og erfitt er að skilja það sérstaklega ef kliður er.


Dæmigert heyrnarrit af hátíðniskerðingu sem getur t.d. stafað af hávaðaálagi eða öldrun: Sum hljóð eru utan heyrnarmarka og heyrast ekki, gráa svæðið.

%d bloggers like this: