Tegundir heyrnarskerðingar

Þannig starfar eyrað

Eyrað tekur við og yfirfærir hljóðbylgjur í rafboð sem berast til heilans en hann greinir þau og túlkar. Ef til vill er virkni eyrans best lýst með því að lýsa leiðinni sem hljóðið fer um í gegnum eyrað.

Ytra eyrað

Ytra eyrað fangar hljóðbylgjur og dregur þær saman inn í hlustina sem flytur þær að hljóðhimnunni.

Miðeyrað

Í miðeyranu eru þrjú örsmá bein sem flytja bylgjurnar í kuðung innra eyrans. Við það myndast öldur í vökvanum í kuðungnum sem frumur í örfínum hárum skynja.

Innra eyrað

Í kuðungnum umbreytast sveiflur hljóðsins í rafboð sem berast til heilans um heyrnartaugina. Í heilanum eru rafboðin túlkuð sem hljóð. Af þessu má sjá að heyrnin er flókið fyrirbæri þar sem margt getur farið úrskeiðis.

Skynheyrnarskerðing

Í 90% tilvika stafar heyrnarskerðing af því að hin örfínu skynhár í kuðungnum hafa brotnað eða skemmst, oftast vegna öldruna eða mikils hávaða. Heyrnartap af þessari gerð er nefnt skynheyrnarskerðing sem ekki er unnt að lækna en heyrnartæki geta oftast bætt verulega úr.

Leiðniheyrnarskerðing

Leiðniheyrnarskerðing er önnur tegund en hún lýsir sér í því að hljóðið berst ekki inn í innra eyrað. Ástæðan getur verið gat á hljóðhimnu, bólgur eða skemmd í miðeyra o.fl. Flestar gerðir leiðniheyrnarskerðingar má lækna með lyfjum eða uppskurðum.

%d bloggers like this: