Vísbendingar um heyrnarskerðingu

Margir taka ekki eftir því að heyrnin skerðist og þeir eiga einnig erfitt með að viðurkenna það m.a. vegna þess að það gerist smámsaman. Oft uppgötvar fólk heyrnarskerðingu vegna ábendinga frá öðrum. Eftirfarandi spurningar geta hjálpað þér við að taka ákvörðun um hvort ástæða sé til að fara í heyrnargreiningu.

 • Hváirðu oft?
 • Finnst öðrum að þú stillir útvarpið eða sjónvarpið of hátt?
 • Finnst þér hljóð lágvær og að aðrir muldri þegar þeir tala við þig?
 • Hefurðu són í eyrunum?
 • Heyrirðu illa þegar þú talar í símann?
 • Áttu erfitt með að taka þátt í samtali þar sem er hávaði eða margmenni?
 • Hefurðu verið í miklum hávaða t.d. í vinnunni?
 • Áttu auðveldara með að skilja karlaraddir en kvennaraddir?
 • Heyrirðu illa í dyrabjöllunni og símanum?
 • Veldur það þér vandræðum að missa úr því sem sagt er þegar þú hittir ókunnuga?
 • Ferðu sjaldan á mannamót vegna þess að þú átt erfitt með að ná því sem um er talað?
 • Veldur heyrnarskerðingin því að þú talar minna við vini og þína nánustu en þú gjarnan vildir?
 • Veldur það þér depurð að þú heyrir ekki vel?

Ef þú svarar játandi einhverjum ofantalinna spurninga þá átt þú ef til vill við heyrnarskerðingu að stríða og þá væri gott að fá úr því skorið með heyrnarmælingu.

%d bloggers like this: