Fræðsla
Vísbendingar um heyrnarskerðingu
Margir taka ekki eftir því að heyrnin skerðist og þeir eiga einnig erfitt með að viðurkenna það m.a. vegna þess að það gerist smámsaman. Oft uppgötvar fólk heyrnarskerðingu vegna ábendinga frá öðrum. Eftirfarandi spurningar geta hjálpað þér við að taka ákvörðun um hvort ástæða sé til að fara í heyrnargreiningu. Hváirðu oft? Finnst öðrum að þú …
Tegundir heyrnarskerðingar
Þannig starfar eyrað Eyrað tekur við og yfirfærir hljóðbylgjur í rafboð sem berast til heilans en hann greinir þau og túlkar. Ef til vill er virkni eyrans best lýst með því að lýsa leiðinni sem hljóðið fer um í gegnum eyrað. Ytra eyrað Ytra eyrað fangar hljóðbylgjur og dregur þær saman inn í hlustina sem …
Heyrnarskimun á netinu
Með prófinu geturðu kannað skilning þinn á talmáli við mismunandi mikinn bakgrunnshávaða.Prófið getur gefið vísbendingu um heyrnarskerðingu.Nota þarf heyrnartól eða hátalara tölvunnar og vera á hljóðum stað. Prófið er á ensku, sem auðvelt er að skilja, þar sem tengja á táknmyndir og tölustafi við það sem er sagt. Heyrnarskimun>> Fyrirvari Svona próf á netinu á að …
Hvers má vænta?
Þegar byrjað er að nota heyrnartæki hefst endurhæfing þar sem notandinn lærir að heyra á ný. Heilinn þarf aftur að venjast því að túlka hljóð og merki sem hafa ekki borist til hans í nokkur ár. Þó að sumir venjist heyrnartækjum mjög fljótt, þurfa margir aðlögunartíma þar sem bæði þarf að venjast því að hafa …
Talskilningur
Heyrnarmörk eru skilin á milli þeirra hljóða sem við heyrum og heyrum ekki. Maður með eðlilega heyrn heyrir veikari hljóð en sá sem er heyrnarskertur. Talmál er ör straumur hljóða með breytilegum styrk t.d. eru sérhljóðin sterkari en samhljóðin sem oft er erfiðara að greina. Þrátt fyrir að talað sé allhátt getur verið erfitt að …
Eitt eða tvö heyrnartæki
Það eru margar gildar ástæður fyrir því að nota tvö heyrnartæki í stað eins. Við erum með tvö eyru og heilinn vinnur úr hljóðum sem berast úr öllum áttum. Með heyrn á báðum eyrum skynjar maður hvaðan hljóðið berst. Það er auðveldara að greina tal frá hávaða. Hljóð heyrast betur með tveimur eyrum en einu. …
Heyrnartæki
Hvað er heyrnartæki? Uppistaðan í heyrnartæki er lítill hljóðmagnari með hljóðnema. Hljóðinu er breytt í rafmerki sem síðan eru mögnuð og svo umbreytt í hljóð á ný. Í þetta þarf orku sem rafhlaðan gefur. Heyrnarskerðing er af ótal gerðum Lítið gagn væri af heyrnartækjum ef þau mögnuðu öll hljóð jafn mikið því heyrnarskerðing er jafn margbreytileg eins …
Að heyra vel á ný
Með heyrnartækjum má bæta úr algengustu gerðum heyrnarskerðingar. Heyrnartækin geta ekki læknað heyrnartap sem stafar af breytingu eða skemmdum í eyrunum en þau geta eflt heyrnina þannig að hún nálgist það að verða eðlileg á ný. Heyrnarskerðing er jafn mismunandi eins og við erum mörg. Sem betur fer má forrita heyrnartækin þannig að virkni þeirra …
Um Heyrnarskerðingu
Er einhver ástæða til að sætta sig við að heyra aðeins hálfa heyrn? Maður gerir sér almennt ekki grein fyrir því að heyrnarskerðing er einn algengasti kvilli sem hrjáir fólk sem komið er um og yfir miðjan aldur. Ef þessi kvilli er ekki meðhöndlaður hefur hann mikil áhrif á lífsgæði fólks. Þannig þarf það ekki …