Hvers vegna heyrnartæki?
12/09/2022Ert þú á leið á þorrablót
23/01/2023Heyrir þú bjöllur hljóma?
Hefur þú grun um að einhver nákominn þér heyri ekki í kirkjuklukkunum hringja inn jólin? Mikilvægt er að fjölskyldumeðlimir og vinir taki á sig rögg og hjálpi þeim að fá aðstoð við að heyra betur eins fljótt og auðið er, svo þau njóti þess að heyra vel.
Jólahátíðin er einstakur tími til að njóta með fjölskyldu og vinum. Þá gætir þú tekið eftir að einhver nákominn sýni einkenni mögulegrar heyrnarskerðingar. Við mælum með að þú kynnir þér algeng einkenni heyrnarskerðingar svo þú getir hjálpað vinum þínum að kynna sér meðferðarúrræði sem gætu komið þeim vel.
Að sætta sig við að vera með heyrnarskerðingu getur verið erfitt fyrir suma og þess vegna getur hún verið viðvarandi í lengri tíma. Það er ekki alltaf auðvelt að biðja um aðstoð eða vita hvernig á að fá hjálp. Heyrnarskerðing getur haft mikil áhrif á lífsgæði fólks, ekki eingöngu manneskjuna með heyrnarskerðingu heldur líka aðstandendur. Það er af því að hún getur haft áhrif á sambandið við aðra.
Hvernig heyrnarskerðing getur haft áhrif á sambönd:
·Einkenni heyrnarskerðingar geta verið misskilin af vinum.
·Þegar einhver með heyrnarskerðingu svarar ekki strax geta aðstandendur túlkað það sem svo að það sé ekki verið að hlusta eða áhugaleysi á skoðun viðkomandi.
·Félagslegar samkomur eru ekki jafn skemmtilegar þegar þú ert með heyrnarskerðingu.
·Það getur verið erfitt að skilja hvað verið er að segja þegar er mikill kliður og umhverfishljóð.
·Að horfa á alla aðra upplifa skemmtilega stund með hlátri en geta ekki tekið þátt eða vita ekki hað hverju sé verið að hlæja getur verið hvimleitt.
Ef þig grunar að einhver fjölskyldumeðlimur eða vinur gæti verið með heyrnarskerðingu, hvettu hann til þess að tekið verði á því eins fljótt og mögulegt er. Með góðri heyrnarþjónustu og tækni munu viðkomandi geta heyrt betur í samræðum og notið sín betur í félagslegum aðstæðum.
Mikilvægt er að hjálpa þeim að horfast í augu við heyrnarskerðinguna og hvetja þau áfram til að gera eitthvað í því, með því beinir þú þeim í átt að betri heyrn og skemmtilegra félagslífi.
Framfarir í heyrnartækjum og heyrnarþjónustu, sem boðið er upp á í dag, gera það auðveldara en nokkru sinni fyrr að finna réttu aðstoðina og hjálpa þér eða ástvini þínum að njóta þess að heyra bjöllur hljóma.