Heyrnargreining og ráðgjöf


Fyrir flesta er það mikil breyting að byrja að nota heyrnartæki, þess vegna er eðlilegt að þurfa koma aftur til að fínstilla tækin. Það er einstaklingsbundið hversu oft þarf að fínstilla.

Fyrst er gerð heyrnargreining en með henni fæst sem skýrust mynd af heyrninni svo unnt sé að veita sem besta þjónustu. Heyrnarfræðingurinn fær að heyra heyrnarsögu viðkomandi, skoðuð eru eyrun með otoscop og metið hvort hægt sé að gera heyrnarmælingu eftir stöðu eyrnanna. Þá er gerð nákvæm heyrnarmæling og talgreining og svo er farið yfir niðurstöður mælinganna og veitt ráðgjöf með framhaldið.

Við hjá Heyrn mælum með að komið sé a.m.k. einu sinni á ári til að láta yfirfara tækin. Þannig fást sem best not af tækjunum og þau endast einnig lengur. Í endurkomutímum gefst einnig kostur á að fara betur yfir meðhöndlun og viðhald tækjanna og laga það sem betur má fara.


 

Vantar þig heyrnartæki?