Heyrnargreining og ráðgjöf


Fyrir flesta er það mikil breyting að byrja að nota heyrnartæki, þess vegna er eðlilegt að þurfa koma aftur til að fínstilla tækin. Það er einstaklingsbundið hversu oft þarf að fínstilla.

            Fyrst er gerð heyrnargreining en með henni fæst sem skýrust mynd af heyrninni svo unnt sé að veita sem besta þjónustu. Heyrnarfræðingurinn fær að heyra heyrnarsögu viðkomandi, skoðuð eru eyrun með eyrnasjá og metið hvort hægt sé að mæla en það er háð ástandi eyrnanna. Þá er gerð nákvæm heyrnarmæling, loft- og beinmæling og talgreining og svo er farið yfir niðurstöður mælinganna og veitt ráðgjöf um framhaldið.

            Með hljóðhimnumælingu er liðleiki hljóðhimnu og þrýstingur beggja megin við hana mældur. Mælirinn sýnir týpu hljóðhimnu eftir liðleika með bókstaf As, A, Ad, B eða C. A er eðlilegt ástand hljóðhimnu.

           Tvíhliðamæling (ipsilateral) mælir viðbragð ístaðsvöðva sem er tengdur hljóðhimnu og bregst við háum tónum. Til að framkalla viðbrögðin er spilaður tónn sem fer ákveðna braut í heilanum og svo aftur til baka í miðeyrað. Ef viðbragð næst ekki getur það verið vísbending um heyrnarskerðingu eða að hluti boðleiðar í heilanum sé skertur.


Eftir að niðurstöður nást útskýrir heyrnarfræðingur og ráðleggur framhaldið, hvort einstaklingur sé með heilbrigða heyrn eða þurfi á heyrnartækjum að halda og geti hafið endurhæfingu á heyrninni með því að fá heyrnartæki til reynslu. Við útlestur á niðurstöðum koma stundum í ljós afbrigðilegar niðurstöður og þá er vísað á lækni.


 

Vantar þig heyrnartæki?