Heyrnartæki í

fyrsta sinn


Heyrnartæki geta haft veruleg áhrif á lífsgæði þín, en hjá flestum tekur það nokkurn tíma að venjast því að heyra aftur. Fyrir suma tekur það allt að sex mánuði en eftirfarandi ráðleggingar geta hjálpað þér að venjast því að nota heyrnartæki.


Para heyrnartæki við síma

Hvernig á að para heyrnartækin við Android tækið þitt


1. Veldu appið Play Store.
Í leitarreitnum efst skaltu slá inn nafn appsins ReSound Smart 3D og hlaða niður appið.

2. Þegar það hefur verið hlaðið niður, opnaðu forritið og veldu á Tengja núna.

3. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að tengjast.

Nú ert þú tilbúinn til að nota símann við heyrnartækin.

ATHUGIÐ: Ef þú hefur áður parað einhver heyrnartæki þarftu að aftengja þau frá Bluetooth  í Stillingum áður en þú parar þá aftur. 

Uppfæra Android síma

1. Farðu inn í Stillingar

2. Veldur Hugbúnaðaruppfærsla

3. Sækja og setja upp - ef hugbúnaðaruppfærsla er í boði byrjar síminn að sækja uppfærsluna og þarft þú svo að velja að setja hana upp, en ef síminn er með nýjustu uppfærsluna færðu meldingu þess efnis.

 

Einnig er gott að vera með hakað í ''Sjálfvirkt niðurhal um Wi-Fi'' en þá sækir síminn sjálfkrafa uppfærslur þegar þær eru í boði

Para heyrnartæki við iPhone

Áður en þú getur byrjað að nota appið verður þú að para snjallsímann þinn eða farsíma við heyrnartækin þín. Þetta er auðveldlega gert - fylgdu bara skrefunum hér að neðan. Hvernig á að para heyrnartækin við iOS tækið þitt
1. Slökktu á heyrnartækjunum þínum.

2. Kveiktu á Bluetooth®. Grænt merki kemur þegar þú kveikir á Bluetooth.

3. Farðu í Stillingar og veldu Accessibility.

4. Veldu núna Hearing Devices.

5. Kveiktu á heyrnartækjunum þínum. Þá á að koma Nafnið þitt: .....'HAs efst á skjánum.

6. Veldu það (....HA's) og þá kemur tvisvar sinnum Pair sem þú átt að velja.

7. Farðu í App Store og sláðu inn í leitarreitinn efst nafn appsins: ReSound Smart 3D

8. Sæktu forritið með að ýta á Get, opnaðu það og veldu Yes connect now.

9. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að tengjast appinu.


Þá ættir þú að getað notað heyrnartækin við síman!

 

Ef þú þarft að para iOS tækið þitt aftur

1. Byrjaðu á því að fjarlægja gömlu pörunina með því að fara í Settings

2. Veldu Accesibility

3. Veldu Hearing Devices.

4. Veldu heyrnartækin þín og farðu neðst í Forget this Device.

5. Paraðu heyrnartækin aftur við símann. Ef þetta virkar ekki þarf að uppfæra símann.

Uppfæra Iphone:
1. Veldu Settings
2. Veldur General
3. Veldu Software Update
4. Ef það stendur IOS is up to date, þá er síminn uppfærður. Annars veldur Download and update.

Vanti frekari upplýsingar, hafðu samband við heyrnarfræðinginn þinn.

 

Vantar þig heyrnartæki?