Hversu virk eru heyrnartæki?
10/01/2022Hvers má ég vænta?
13/06/2022Hvernig get ég hjálpað?
Heyrnarskerðing getur valdið margvíslegum vanda. Þessi vandi getur m.a. verið deyfð, framtaksleysi, fyrtni, viðkvæmni, neikvæðni, óánægja með tilveruna og spenningur sem í versta falli getur leitt til innilokunar, þunglyndis og einangrunar.
Þú þekkir ef til vill eftirfarandi aðstæður: Í fjölskylduboði situr amman og kinnkar kolli og brosir, hún lætur sem hún heyri allt sem sagt er án þess þó að hún nái helmingnum af því. En þegar talið berst að heyrnartækjum er það oft látið niður falla með orðunum: „Ég heyri vel en fólk talar bara svo óskýrt nú til dags.“
Hvernig færðu einstakling, sem ekki vill viðurkenna að heyrnin hafi skerst, til að panta tíma hjá heyrnarfræðingi eða háls-, nef- og eyrnalækni?
Fyrst og fremst er mikilvægt að skilja hvers vegna viðkomandi vill helst ekki leita hjálpar. Hjá mörgum tengist það tilfinningum, sumum finnst heyrnarskerðing vera merki um öldrun, öðrum finnst það veikleiki. Jafnframt hefur viðkomandi ef til vill þegar gefist upp á að taka að fullu þátt í samtölum og finnst hann öruggari þegar hann dregur sig í hlé. Ef þannig er ástatt er ef til vill erfitt að leysa vandann.
Eins og sjá má geta verið margar ástæður fyrir því að erfitt getur reynst að fá þann sem er heyrnarskertur til að panta tíma hjá heyrnarfræðingi eða lækni. Í sumum tilvikum getur ef til vill verið hjálp í því að fá einhvern, sem notar heyrnartæki, til að tala við viðkomandi um heyrnarskerðingu og reynslu af heyrnartækjum. Ef til vill getur það hjálpað að safna fróðleik og upplýsingum um heyrnarskerðingu og láta liggja frammi þannig að viðkomandi komist ekki hjá að sjá það. Einnig getur það hjálpað ef þú pantar tíma fyrir viðkomandi og ferð jafnvel með honum til læknis eða heyrnarfræðings.
Ef ekkert af því sem nefnt hefur verið heppnast má reyna að hafa samband við háls-, nef- og eyrnalækni eða heyrnarfræðing og kanna hvort þeir hafi nokkur ráð við þessum sérstöku aðstæður. Trúlega munu þeir þekkja þínar aðstæður frá fyrri reynslu og geta gefið nokkur góð ráð.
Heyrnartæki leysa sjaldnast allan heyrnarvanda um leið og farið er að nota þau, það á sérstaklega við ef heyrnarskerðingin hefur varað lengi. Í raun eru heyrnartækin aðeins fyrsta skrefið að lausn vandans. Það er í sumum tilvikum rangt, sem margir halda, að heyrnartæki gefi eðlilega heyrn. Reyndar geta nýjustu gerðir heyrnartækja leiðrétt heyrnarskerðingu á eðlilegan hátt ef ekki er um mjög alvarlega skerðingu að ræða.
Að heyra með heyrnartæki getur komið mjög á óvart. Í byrjun geta „venjuleg“ hljóð hljómað mjög framandi sérstaklega ef heyrnarskerðingin hefur varað lengi án þess að heyrnartæki hafi verið notuð. Viðkomandi er búinn að gleyma sumum hljóðum þannig að venjuleg hljóð og þar með talin sum hljóð talmál hljóma ókunnuglega þegar þau heyrast aftur. Þess vegna er mikilvægt að byrja að nota heyrnartæki sem fyrst eftir að heyrnarskerðing kemur fram.
Það krefst í flestum tilvikum þjálfunar og þolinmæði að venjast nýju hljóðsniði sem heyrnartækin gefa. Vinir og fjölskylda geta veitt góðan stuðning við þessar aðstæður. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig best er að tala við þann sem er heyrnarskertur og þar með að létta aðlögun hans eins og mögulegt er.
Heyrn