Hvernig get ég hjálpað?
13/03/2022Hvers vegna heyrnartæki?
12/09/2022Hvers má ég vænta?
Rannsóknir hafa leitt í ljós að mannsheilinn þarf tíma, oftast nokkrar vikur, til að venjast nýju hljóðsniði sem heyrnartæki gefa.
Í stuttu máli þarftu að læra að heyra upp á nýtt þegar þú byrjar að nota heyrnartæki. Sumir venjast heyrnartækjum mjög fljótt en flestir þurfa aðlögunartíma áður en þeir hafa vanist tækjunum til fulls.
Í byrjun muntu heyra ný og ef til vill framandleg hljóð, vegna þess að þú hefur vanist heyrnarskerðingu og það tekur tíma að venjast því að heyra fleiri venjuleg hljóð. Trúlega munu sum þessara hljóða s.s. frá ísskáp og umferð valda óþægindum en þú munt smámsaman læra að leiða þau hjá þér.
Mikilvægt er fyrir flesta að þjálfa sig og sýna þolinmæði. Heyrnarfræðingurinn þinn mun ef til vill mæla með að þú notir heyrnartækin í stuttan tíma í fyrstu en notir þau síðan smámsaman í lengri tíma.
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að notkun heyrnartækja er hluti af bata við kvilla þar sem þú lærir að heyra á nýjan leik. Sem betur fer eru þróuðustu tækin nú til dags mjög næm á þarfir hvers og eins bæði hvað heyrnina varðar og þau eru einnig þægileg í notkun.
Það er gott að gera sér grein fyrir að það er alveg sama hversu góð heyrnatæki þú færð þú munt aldrei heyra á sama hátt og þú gerðir meðan þú hafðir fulla heyrn. En þú munt heyra mun betur en án heyrnartækja.
Síðast en ekki síst er mikilvægt að þú látir þá sem þú umgengst vita um að þú notir heyrnartæki svo þeir geti tekið tillit til þess þegar þeir tala við þig.
Heyrn