Sílíkon leir (silicon mold)

Notaður er sílíkonleir við mótatöku af eyrum þegar smíða á inn í eyrun. Fyrst er settur lítill púði með spotta í eyrun og þar á eftir er sílíkonleirinn settur inn. Þá er beðið í þrjár mínútur eða þar til leirinn hefur harnað og myndað form af hlustinni.

3D skönnun (3D scan)

Nýjung hjá Heyrn er 3D skanninn okkar sem kallast Otoscan. Þar er lítil myndavél sem notuð er til að 3D skanna eyrun bæði að innan og utan. Þetta flýtir fyrir smíði á hlustastykki á heyrnartækjum þar sem hægt er að senda upplýsingar rafrænt. Þessi aðferð er mun hentugri en sílíkon mótatakan þar sem minni hætta er á að erta hlustina og óþægindunum sem fylgir að fá leir í eyrun og tekur styttri tíma.


 

Vantar þig heyrnartæki?