Nú getur þú heyrt betur í klið!


Með því að sameina krafta manna og véla við okkar nýjustu tækni og leiðandi hljóðfræðilega sérþekkingu, höfum við þróað snjallt og sjálfvirkt hljóðmyndunarkerfi. Það gefur notandanum yfirburða talskilning og skýrleika í öllum tegundum hljóðumhverfis svo hann geti hlustað á það sem hugurinn girnist.


Með ReSound OMNIA heyrir notandinn betur í hávaða sem má þakka næstum ótrúlegri 150% endurbót á talskilningi*

*4db SNR-endurbót á talskilningi samanborið við eldri heyrnartæki. Jespersen o.fl (2022)

Tækniþríleikurinn okkar


Á þennan hátt náum við þessari hljóðfræðilegu niðurstöðu:

  • Útvíkkum og kortleggjum hljóðumhverfið, 360° í allar áttir.
  • Hraðari hljóðvinnsla og stjórn og þar með sneggra viðbragð við að velja stillingu.
  • Þrenging hljóðgeislans eykur nákvæmni til að ná sem bestum talskilningi í hverskonar hljóðumhverfi.

Þeir vinna allir samtímis í allskonar hljóðumhverfi og gera notendum kleift að einbeita sér að því sem þeir vilja hlusta á í stað þess að heyrnartækin ákveði það.


M&Rie tæknin


Tæknin er byltingarkennd vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem okkur, eða nokkrum öðrum heyrnartækjaframleiðanda, tekst að framleiða heyrnartæki þar sem bæði hljóðnema og hátalara er komið fyrir í hlustinni.

Það þýðir að þú getur notað lögun ytra eyrans til að heyra á þann hátt sem náttúran ætlaði.


Við nefnum þessa nýju hönnun M&Rie.

Tengist við snjallsímann


Njóttu heyrnartækjanna enn betur með því að nota ReSound Smart 3D appið.

Með ReSound Smart 3D appinu getur þú stillt heyrnartækin eftir þínum þörfum fyrir mismunandi umhverfi og aðstæður. Appið finnur þú á App Store eða Play Store.

Kannaðu hvort að síminn þinn sé samhæfður heyrnartækjunum hér.


Handhæg hleðsluaskja sem passar vel í vasa eða tösku.

Í hleðsluöskjunni er ferðahleðsla sem hleður tækin þráðlaust og dugar fyrir þau í allt að átta daga.


Endingargóðar rafhlöður sem má treysta hvar sem er.

Þú getur treyst hleðslunni frá morgni til kvölds. Það tekur aðeins þrjá tíma að fullhlaða rafhlöðurnar og hleðslan dugar í 30 tíma. Þó þú streymir frá sjónvarpi eða tónlist endast þær í 24 tíma. Ef þú átt annríkt geturðu fengið 2,7 tíma rafhlöðuendingu með 10 mínútna hleðslu.

 

ReSound OMNIA kynningarbæklingur

Smelltu á hnappinn til að hlaða niður bæklingnum.

 

 
 
 

Vantar þig heyrnartæki?