Þjónusta
Í þjónustunni felst greining, ábendingar um ráð við heyrnarskerðingu og að prufa heyrnartæki ef ekki þarf að sérsmíða þau.
Ef viðkomandi þarf ekki heyrnartæki þá gefur heyrnarfræðingur ráðleggingar varðandi vernd heyrnarinnar.
Ekki þarf tilvísun til að koma til heyrnarfræðings.

Markmið okkar er að flestir landsmenn heyri vel!
Heyrn veitir alhliða þjónustu til að bæta úr heyrnarskerðingu, með háþróuðum heyrnartækjum, undir faglegri ábyrgð Ellisifjar Björnsdóttur, heyrnarfræðings.
Heyrnarfræðingar eru löggiltir sem heilbrigðisstétt. Starfsleyfaskrá landlæknis.
Fagleg heyrnargreining. Heyrnarfræðingur mælir heyrn og greinir niðurstöður.
Starfsfólk Heyrnar leggur sig fram um að veita sem besta þjónustu og allur aðbúnaður og mælitæki eru fyrsta flokks.
Í boði er fjölbreytt úrval danskra, gæðaheyrnartækja frá ReSound, sem eru sérlega vönduð og geta uppfyllt þarfir flestra sem þurfa á heyrnartækjum að halda.
staðsetning
- Hlíðarsmári 19, 200 Kópavogi
Afgreiðslutími
- Opið virka daga frá 9 - 16:30
- Ef með þarf er opið lengur suma þriðjudaga.