Heyrnargreining

ellisif_una300

Greining

 • Heyrnarfræðingurinn fær að heyra heyrnarsögu viðkomandi.
 • Þá er gerð heyrnargreining en með henni fæst sem skýrust mynd af heyrninni svo unnt sé að veita sem besta þjónustu.
 • Í heyrnargreiningu felst að:
  • hlustin og hljóðhimnan eru athuguð. Ef mikill eyrnamergur er í eyrunum eða eitthvað sést athugavert þá er viðkomandi bent á að fara til háls-, nef- og eyrnalæknis.
  • nákvæm heyrnarmæling er gerð með mismunandi tónhæð sem gefur heyrnarrit.
  • gerð er talgreining sem felur í sér að finna hvernig talað mál heyrist.
  • notuð er þrýstimæling til að finna hvernig miðeyrað vinnur.
 • Þegar komin er niðurstaða úr heyrnargreiningunni þá er útskýrt hvaða upplýsingar hún gefur um heyrnina.
 • Aðstandendur geta með heyrnarhermi fengið að heyra hvernig sá heyrnarskerti heyrir tónlist eða talmál. Á þann hátt öðlast þeir mun betri skilning og hvernig heyrnarskerðing er í raun og veru.
 • Sjá einnig, fagleg heyrnargreining.

Ef sá sem er greindur heyrnarskertur hefur hug á að fá heyrnartæki þá eru þau valin út frá niðurstöðu heyrnargreiningarinnar, því hljóðumhverfi sem hann hrærist í og smekk hans. Mikilvægt er að heyrnarfræðinginn fái upplýsingar um hljóðumhverfið.

Boðið er upp á heyrnartæki til reynslu, í um vikutíma, svo unnt sé að prófa þau við mismunandi aðstæður.

Í sumum tilvikum eru tekin mót af eyrunum til að unnt sé að útbúa eftir þeim hlustarstykki í eyrun eða heyrnartæki inni í eyru. Það er háð heyrn og smekk hvers og eins hvaða gerð heyrnartækja er valin.

Flestir velja, nú til dags, tæki bak við eyra með grannri hljóðslöngu eða hátalarasnúru og opinni hljóðkeilu þannig að það lofti um hlustina.

Endurkomur

Fyrir flesta er það mikil breyting að byrja að nota heyrnartæki, þess vegna er eðlilegt að þurfa koma aftur til að fínstilla tækin. Það er einstaklingsbundið hversu oft þarf að fínstilla. Við hjá Heyrn mælum með að komið sé a.m.k. einu sinni á ári til að láta yfirfara tækin. Þannig fást sem best not af tækjunum og þau endast einnig lengur. Í endurkomutímum gefst einnig kostur á að fara betur yfir meðhöndlun og viðhald tækjanna og laga það sem betur má fara.

staðsetning

Afgreiðslutími

%d bloggers like this: