Heyrnarvernd

Hlífðu heyrninni meðan þú hefur hana!
Bjóðum fjölbreytt úrval af heyrnarsíum til að hlífa heyrninni.
Óþægilegur hávaði í flug-, bíl- eða lestarferð, hrotur í rekkjunaut, sónn í eyrunum eftir rokkhljómleika eða höfuðverkur eftir að hafa notað hjólsög. Flestir kannast við eitthvað af þessu, en hvað er til ráða?
Að loka algjörlega fyrir eyrun er ekki góð lausn. Við viljum ekki aðeins vera laus við óþægileg hljóð því samtímis viljum við geta heyrt það sem fram fer umhverfis okkur. Sænska fyrirtækið Bellman & Symfon hefur þróað heyrnarvörn með gleypnisíum. Síurnar gleypa mesta hávaðann, sem berst manni til eyrna, en samt má haldið uppi samræðum.

Heyrnarsíurnar henta við fyrir mismunandi aðstæður.

Bæði er um að ræða staðal- og sérsmíðaðar síur en allar gerðirnar er þægilegt að nota.

ER-20 STAÐALSÍUR

ER-20 er hávaðavörn sem ver eyrun fyrir sterkum hljóðum. Heyrnarsíurnar lækka hávaðann án þess að blöndun og tónblær hljóðsins breytist. Síurnar eru það grannar að þær henta fyrir börn allt frá átta ára aldri. Með þeim fylgir box og snúra til að hafa um hálsinn.

Verð: 3.800 kr.

Sjá nánar á heimasíðu Bellman.

Noizezz STAÐALSÍUR

Ný gerð af hollenskum gæðaheyrnarsíum
Leitar þú að heyrnarvernd sem er þægileg, lítið áberandi og ver heyrnina án þess að allt hljómi eins og maður sé inni í tómri tunnu? Noizezz er ný gerð af heyrnarsíum. Þær eru þægilegar og mörgum kemur á óvart hversu þær virka ótrúlega vel.

Mjög lítið áberandi
Noizezz heyrnarsíurnar eru hannaðar þannig að þær sjást varla. Þær eru gerðar úr gegnsæju silíkoni sem ber mjög lítið á og eru hannaðar samkvæmt einkaleyfi. Þar sem þær standa ekkert út úr hlustinni má nota þær með öðrum tækjum svo sem heyrnartólum, gleraugum og hjálmi án vandræða. Þar sem þær eru inni í hlustinni kemur það í veg fyrir að eitthvað rekist í síurnar þannig að þær gangi inn í eyrun. Noizezz heyrnarsíur eru rétt val fyrir þá sem vilja verja heyrnina án þess að það sé áberandi.

Þægilegar
Noizezz heyrnarsía er þannig löguð að hún situr þægilega í hlustinni. Á hlustarstykkinu eru þrjú mjúk sveigjanleg blöð gerð úr ofnæmisprófuðu silíkoni sem falla að lögun hlustarinnar og mynda þrefalda vörn gegn skaðlegum hljóðum. Síurnar loka ekki eyrunum því það loftar í gegnum þær og þær virka ekki eins og að tappar séu í eyrunum. Noizezz heyrnarsíur með sína einstöku aðlögun eru svo þægilegar að flestir gleyma þeim fljótlega eftir að þær eru settar upp.

Verð: 7.800 kr.

Sjá nánar á heimasíðu Bellman.

Sundeyrnatappar

Bellman Swim eru tappar sem eru mótaðir eftir afsteypum úr eyrunum og eru alveg vatnsþéttir svo þú losnar við ónot eða sýkingar í hlustunum ef vatn er stöðugt í þeim. Þeir eru mjúkir og notalegir og sérstaklega smíðaðir fyrir þig ef þú stundar sund mikið. Einnig henta þeir vel sem svefntappar.

Verð: 34.200 kr.

Sjá nánar á heimasíðu Bellman.

Svefnheyrnarsíur

Bellman Chill heyrnarsíurnar eru sérsmíðaðar svefnsíur sem deyfa hávaða svo þú getur sofið vært. Þær eru sérstaklega mjúkar og sitja því notalega í eyrunum meðan þú hvílir þig, jafnvel þó þú hreyfir þig mikið í svefninum.

Verð: 34.200 kr.

heimasíðu Bellman.

Sérsmíðaðar síur frá Bellman

Heyrnarsíur fyrir þá sem vinna í hávaða en finnst óþægilegt að vera með heyrnarhlífar. Um er að ræða síur sem dempa skaðlegan hávaða án þess að breyta blöndun og tónblæ hljóðsins. Velja má um mismunandi öflugar síur.

Verð: 55.500 kr.

Sérsmíðaðir tappar frá ReSound

Tapparnir eru gerðir eftir afsteypum úr eyrum og eru án eða með snúru.
Verð án snúru er 18.200 kr. og með snúru 21.800 kr.


Það tekur um 3 vikur að fá tappana afgreidda.

staðsetning

Afgreiðslutími

%d bloggers like this: