Heyrn – Rakabox stakt
07/02/2023Heyrn – Hreinsitöflur (20 stk.)
07/02/2023Hreinsiboxið kemur með sigti sem auðveldar þrifin og þægilegt að skola af hlustarstykkjum þegar þau eru búin að liggja í vökva af hreinsitöflunni.
Hreinsar hlustarstykki, keilur og heyrnartappa á áreiðanlegan hátt og fjarlægir óhreinindi með virku súrefni.
Mælt er með að hlustarstykki og keilur séu þrifin tvisvar sinnum á viku eða oftar eftir þörfum.
Geymið töflurnar á þurrum stað í stofuhita.
Leiðbeiningar með hreinsiboxi:
- Takið hreinsitöflu úr pakkningunni og setjið ofan í hreinsiboxið.
- Takið hlustastykkið af heyrnartækinu (eða keilurnar) og setjið ofan í sigtið sem fer ofan á hreinsitöfluna.
- Setjið vatn í hreinsiboxið (um ¾ af boxinu með vatni), látið liggja í 5-10 mínútur.
- Dragið sigtið upp úr og skolið hlustarstykkin, keilurnar eða heyrnartappana undir vatnsbunu í nokkrar sekúndur og þurrkið síðan vel. Leyfið hlustarstykkjunum að þorna alveg áður en þau eru sett aftur á heyrnartækin. Gott er að blása í hlustastykkin til þess að ná vatnsdropum úr.
Related products
-
Cedis burstar 10 stk.
1.000 kr.Velja This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page