Heyrn – Hreinsitöflur (20 stk.)
07/02/2023Cedis burstar 10 stk.
07/02/2023Heyrn – Hreinsibox stakt
850 kr.
Hreinsibox stakt, ef þig vantar hreinsitöflur er hægt að kaupa þær sér. Hreinsiboxið kemur með sigti sem auðveldar þrifin og þægilegt sé að skola af hlustarstykkjum þegar þau eru búin að liggja í með hreinsitöflunni.
Hreinsar hlustastykki, keilur og heyrnartappa á áreiðanlegan hátt og fjarlægir óhreinindi með virku súrefni.
Mælt er með að hlustastykki og keilur séu þrifin tvisvar sinnum á viku eða oftar eftir þörfum.
Category: Umhirða
Leiðbeiningar með hreinsiboxi:
- Takið hreinsitöflu úr pakkningunni og setjið ofan í hreinsiboxið.
- Takið hlustastykkið af heyrnartækinu (eða keilurnar) og setjið ofan í sigtið sem fer ofan á hreinsitöfluna.
- Setjið vatn í hreinsiboxið (um ¾ af boxinu með vatni), látið liggja í 5-10 mínútur.
- Dragið sigtið upp úr og skolið hlustarstykkin, keilurnar eða heyrnartappana undir vatni í nokkrar sekúndur og þurrkið síðan vel. Leyfið hlustarstykkjunum að þorna alveg áður en þau eru sett aftur á heyrnartækin. Gott er að blása í hlustarstykkin til þess að ná vatnsdropum úr þeim.
Geymið töflurnar á þurrum stað við stofuhita.