
Tengdu, eigðu samskipti og taktu þátt í lífinu
Með okkar tækni, sem byggir á þráðlausri tengingu, geturðu streymt, stjórnað og sniðið hljóðið í ReSound heyrnartækjunum, eins og þú vilt. Þú færð ánægju af að geta heyrt skýrt og tekið að fullu þátt í að tala við fólk við erfið heyrnarskilyrði.
ReSound heyrnartækin eru eins og örlítil ósýnileg heyrnartól. Notuð er sama 2,4 GHz tæknin og fyrir þráðlaus net og lyklaborð. Þess vegna er hægt að láta heyrnartækin tengjast þráðlaust með UniteTM-kerfinu við önnur tæki s.s. hljóðnema, sjónvarp, hljómtæki og farsíma – þau tengjast samtímis við þrjú tæki á auðveldan hátt og draga langt.
Sjónvarpsliði+
Heyrðu sem best í sjónvarpinu, sérstaklega þegar það verður hávaðasamt heima.
Notaðu Sjónvarpsliða+ til að senda hljóðið beint í heyrnartækin þín með þeim hljóðstyrk sem þú velur.
Tilbúið fyrir Bluetooth Auracast útsendingarhljóð. Paraðu tæki auðveldlega við sjónvarpsliðann og stilltu hljóðstyrk sjónvarpsins og umhverfishljóðin með því að nota ReSound Smart 3D™ appið.
*Samhæfður við ReSound Nexia og ReSound Vivia heyrnartæki
Vertu tengdur
Njóttu strax tengimöguleika framtíðarinnar