um okkur

Markmiðið með fyrirtækinu er að flestir landsmenn heyri vel. Við stuðlum að því með vandaðri heyrnarþjónustu þar sem faglegar áherslur skipta mestu máli. Við erum með fjölbreytt úrval heyrnartækja sem útbúin eru nýjustu tækni ásamt fræðslu um heyrnarvernd.
Heyrnarþjónustan Heyrn hóf starfssemi sína 1. júní 2007 í Hlíðasmára.

staðsetning

Þú finnur okkur alla virka daga á milli 9 og 16:30 í húsnæði okkar að Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi. Gengið er inn um aðalinnganginn Reykjanesbrautarmegin við gráa vegginn.

 

starfsfólk

Ellisif Katrín Björnsdóttir

Forstjóri

Ellisif Katrín Björnsdóttir, eigandi Heyrnar, er löggiltur heyrnarfræðingur (audionom), menntuð við Gautaborgarháskóla og hefur hlotið löggildingu sænskra heilbrigðisyfirvalda og þar með réttindi til starfa á samnorræna vinnumarkaðinum. Hún hefur starfað frá árinu 2002 hér á landi við heyrnarþjónustu og ráðgjöf í sínu fagi.

Gísli Reyr Stefánsson

Framkvæmdastjóri

Meðeigandi og hlustarstykkjasmiður

Ásdís Sigurðardóttir

Skrifstofustjóri

Hefur starfað hjá heyrnarþjónustunni síðan 2007. 

Björn Búi Jónsson

Eðlisfræðingur

Þýðingar og textavinna. 

Urður Björg Gísladóttir

Nemi á þriðja ári

Stundar nám í heyrnarfræði við Gautaborgarháskóla og stefnir á að ljúka námi sumarið 2021.

staðsetning

Afgreiðslutími

%d bloggers like this: