Tengdu, eigðu samskipti og taktu þátt í lífinu

Með okkar tækni, sem byggir á þráðlausri tengingu, geturðu streymt, stjórnað og sniðið hljóðið í ReSound heyrnartækjunum, eins og þú vilt. Þú færð ánægju af að geta heyrt skýrt og tekið að fullu þátt í að tala við fólk við erfið heyrnarskilyrði.

ReSound heyrnartækin eru eins og örlítil ósýnileg heyrnartól. Notuð er sama 2,4 GHz tæknin og fyrir þráðlaus net og lyklaborð. Þess vegna er hægt að láta heyrnartækin tengjast þráðlaust með UniteTM-kerfinu við önnur tæki s.s. hljóðnema, sjónvarp, hljómtæki og farsíma – þau tengjast samtímis við þrjú tæki á auðveldan hátt og draga langt.

Fjölhljóðneminn


Njóttu framúrskarandi talskilnings svo þú getir einbeitt þér að þeim hljóðum sem þú vilt heyra þó að hávaði sé í umhverfinu. Nær sambandi við tónmöskva.


Símaklemma


Að heyra vel í símanum hvar sem er Símaklemman+ flytur hljóðið kristaltært og snurðulaust beint í heyrnartækin. Svo maður getur notið símtalsins betur, jafnvel í hávaða. Handfrjáls búnaður.


Sjónvarpsliði


Að njóta þess að fá hljóðið úr sjónvarpinu milliliðalaust í heyrnartækin, drægi er allt að 7 m.


 
 

Fjarstýring 2


Með einfaldri fjarstýringu getur maður stillt hljóðstyrk og skipt á milli forrita. Auðvelt er að sjá hvernig stillingin er á þægilegum skjá.


Fjarstýring


Með einfaldri fjarstýringu getur maður stillt hljóðstyrk og skipt á milli forrita án þess að nota skjá.


 

Vantar þig heyrnartæki?