Heyrnartæki til reynslu
Góð heyrn glæðir samskipti!
Mjög gott er fyrir heyrnartækjanotenda að reyna tækin við mismunandi aðstæður og finna þannig hvort þau henti fyrir það hljóðumhverfi sem hann hrærist mest í og einnig hvort tækin og möguleikarnir sem þau bjóða upp á falli honum í geð.
Við lánum heyrnartæki til reynslu í um vikutíma. Kostnaður við lán gengur upp í verð tækjanna hjá þeim sem ákveða að eiga við okkur viðskipti. Við ákváðum að taka smá gjald þar sem okkur finnst ekki réttlátt að velta þessum kostnaði yfir í verð heyrnartækjanna því að á endanum þarf einhver að borga fyrir þessa vinnu og einnig fyrir rafhlöður, slöngur, hreinsun og stillingu tækjanna. Með þessu gjaldi borgar hver og einn fyrir þá þjónustu sem hann fær en heyrnartækjakaupendur borga ekki einnig fyrir þá sem fá aðeins tæki til reynslu.
Ef sérsmíða þarf hlustarstykki þá greiðir sá sem notar þau kostnaðinn.
Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum heyrnarfræðings um notkun tækjanna. Notaðu tækin sem mest á reynslutímanum og reyndu að komast í þær aðstæður þar sem þú hefur fundið mest fyrir heyrnartapi. Ekki er marktækt að nota tækin aðeins til að hlusta á útvarp eða sjónvarp því að það er í margmenni sem mesti munurinn finnst. Það fylgir með tækjunum leiðbeiningabæklingur sem er áríðandi að notendur lesi vel.
Ef einhverjar spurningar vakna á reynslutímanum eða ef tækin virka ekki eins vel og þau gerðu þegar þú varst hjá okkur gætir þú þurft einhverjar ráðleggingar frá heyrnarfræðingnum. Ekki bíða með að spyrja spurninga þar til þú átt tíma heldur hringdu strax og við munum leiðbeina þér. Reynslutíminn á að vera þér til gagns og því gott að þú leitir aðstoðar ef eitthvað er óljóst. Margir fá tvær gerðir af tækjum lánaðar sitt hvora vikuna til að fá samanburð, þá þarf ekki að greiða aftur reynslugjaldið.
REM (Real Ear Measurment)
Til þess að mælaraunverulegan styrk heyrnartækjana í hlust viðkomanda er gerð REM mæling. Þá er settur kragi (Free fit) á herðar heyrnartækjanotanda og litlar slöngur settar í hlustirnar. Fyrst er mælt án heyrnartækja (REUG) og svo með heyrnartækjum án hljóðs (REOG), svo með hljóði (REAG). Við REAG er hljóðblanda spiluð úr 7 mismunandi tungumálum og mælt á þrem mismunandi hljóðstyrkjum.
Eftirfylgni
Mikilvægt er að koma einu til tvisvar sinnum á ári í eftirfylgni þar sem heyrnartækin eru yfirfarin og fínstilling fer fram. Sú þjónusta er innifalin fyrir heyrnartækjanotendur Heyrnar. Hægt er að nýta sér fjarþjónustu í gegnum fjarþjónustubúnað í ReSound SMart 3D þar sem hægt er að fínstilla hljóðið í heyrnartækjunum en yfirferð á heyrnartækjum fer fram á stofunni og þá er hægt að senda heyratækin til okkar í Heyrn og við sendum þau tilbaka til viðkomanda þegar búið er að fara yfir þau. Ráðleggjum að fólk fari annað hvert ár í heyrnarmælingu og þá stillum við heyrnartækin eftir nýjustu heyrnarmælingunni.